Innlent

Víða gular við­varanir vegna veðurs

Sylvía Hall skrifar
Þó það sé leiðindaveður mega Íslendingar búast við aðeins betra veðri í næstu viku þegar norðanskotinu lýkur. 
Þó það sé leiðindaveður mega Íslendingar búast við aðeins betra veðri í næstu viku þegar norðanskotinu lýkur.  Veðurstofa ÍSlands

Það dregur úr rigningunni á Vestfjörðum og Ströndum upp úr hádegi í dag eftir mikið vatnaveður undanfarna daga. Þó má reikna með áframhaldandi úrhelli á utanverðum Tröllaskaga og dregur ekki úr úrkomu þar fyrr en í nótt. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Gular úrkomuviðvaranir eru því í gildi fyrir norðan í dag. Gular viðvaranir eru einnig í gildi á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Suðausturlandi þar sem þar sem er spáð strekkingsvindi með hviðum um eða yfir 25 m/s. Ökumenn ökutækja sem taka á sig mikinn vind eru beðnir um að fara varlega á þeim svæðum enda varasamar hviður við fjöll.

Það verður svalt veður á á Norðurlandi og er ekki búist við því að hiti fari yfir sjö stig. Þó er hlýrra á Suðurlandi og má búast við allt að 18 stigum á Suðausturlandi.

Þá er spáð mun skaplegra veðri á morgun þrátt fyrir stíga norðvestanátt fyrir austan og mega landsmenn búast við hefðbundnu sumarveðri eftir helgi. „Þá verðum við vonandi fljót að gleyma þessu leiðinda norðanskoti,“ segir að lokum í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Norðvestan 10-18 m/s austantil á landinu, en vestan 3-8 vestantil. Rigning NA-til, en annars skýjað með köflum. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu fyrir austan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag og þriðjudag:

Vestan 3-8 m/s, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti yfirleitt 8 til 15 stig.

Á miðvikudag:

Hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum, en dálítil væta á stöku stað. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag og föstudag:

Hæg breytileg átt, skýjað og lítilsháttar vætu öðru hverju. Áfram milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×