Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 13:32 Fjölskylda Dunn við breska utanríkisráðuneytið í október. Móðir hans (2.f.h.) segir samkomulagið nú stórt skref fram á við. Vísir/EPA Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt. Bandaríkin Bretland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“