Skógar brenna og hafís bráðnar í hitabylgunni í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 13:34 Flugvélar voru notaðar til að sleppa vatni yfir elda sem brunnu í þjóðgarði í Burjatíu í sunnanverðri Síberíu fyrr í þessum mánuði. Þá var talið að logaði í um 910 hekturum lands á svæðinu. AP/Almannavarnir Rússlands Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á. Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á.
Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31
Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00