Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 10:30 Rúrik Gíslason yfirgaf Sandhausen í sumar eftir stormasamt samband. VÍSIR/GETTY Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. „Orðið á götunni er að Rúrik sé með tilboð og að það sé alvöru tilboð,“ sagði Guðmundur Benediktsson um sögusagnir þess efnis að Rúrik gæti verið á leið í Fossvoginn. Rúrik, sem á að baki 53 A-landsleiki, er samningslaus eftir að hafa síðast leikið með Sandhausen í Þýskalandi. Hann er 32 ára gamall og hefur spilað erlendis síðustu 15 ár, eða frá því að hann yfirgaf HK árið 2005. „Ég hef heyrt þetta líka,“ sagði Hjörvar Hafliðason um orðróminn og benti á að Rúrik hefði verið á Kópavogsslag HK og Breiðabliks. Þeir Þorkell Máni Pétursson virtust telja vel mögulegt að Rúrik kæmi inn í Pepsi Max-deildina í sumar: „Ég heillaðist fyrst af þessum leikmanni í HK-búningi þegar hann var pínulítill – ótrúlega teknískur og góður leikmaður. Ef hann ætlar að spila einhvers staðar vil ég bara sjá hann í HK-búningi. Ef hann ætlar að klára ferilinn með einhverjum stæl þá klárar hann ferilinn heima og sendir skilaboð á ungu peyjana sem eru þar,“ sagði Máni. „Svo getur vel verið að hann sé hættur í fótbolta,“ sagði Hjörvar. Stefán Teitur til Breiðabliks? Sérfræðingarnir fóru yfir fleiri staðfest og möguleg félagaskipti, til að mynda hjá FH þar sem Eggert Gunnþór Jónsson er nú mættur. Björn Berg Bryde, Emil Hallfreðsson og Matthías Vilhjálmsson gætu einnig verið á leið í Kaplakrikann. Stefán Teitur Þórðarson er orðaður við Breiðablik „og það eru einhverjar sögusagnir um að það gæti gerst í félagaskiptaglugganum,“ sagði Guðmundur, en Hjörvar taldi engar líkur á að það gengi eftir. Umræðuna um félagaskiptamarkaðinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Félagaskiptamarkaðurinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi Rúrik Gíslason leitar ýmsa leiða meðan hann leitar að nýju liði til að spila með. 16. júlí 2020 14:30 Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar „Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 10. júlí 2020 19:00 Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. „Orðið á götunni er að Rúrik sé með tilboð og að það sé alvöru tilboð,“ sagði Guðmundur Benediktsson um sögusagnir þess efnis að Rúrik gæti verið á leið í Fossvoginn. Rúrik, sem á að baki 53 A-landsleiki, er samningslaus eftir að hafa síðast leikið með Sandhausen í Þýskalandi. Hann er 32 ára gamall og hefur spilað erlendis síðustu 15 ár, eða frá því að hann yfirgaf HK árið 2005. „Ég hef heyrt þetta líka,“ sagði Hjörvar Hafliðason um orðróminn og benti á að Rúrik hefði verið á Kópavogsslag HK og Breiðabliks. Þeir Þorkell Máni Pétursson virtust telja vel mögulegt að Rúrik kæmi inn í Pepsi Max-deildina í sumar: „Ég heillaðist fyrst af þessum leikmanni í HK-búningi þegar hann var pínulítill – ótrúlega teknískur og góður leikmaður. Ef hann ætlar að spila einhvers staðar vil ég bara sjá hann í HK-búningi. Ef hann ætlar að klára ferilinn með einhverjum stæl þá klárar hann ferilinn heima og sendir skilaboð á ungu peyjana sem eru þar,“ sagði Máni. „Svo getur vel verið að hann sé hættur í fótbolta,“ sagði Hjörvar. Stefán Teitur til Breiðabliks? Sérfræðingarnir fóru yfir fleiri staðfest og möguleg félagaskipti, til að mynda hjá FH þar sem Eggert Gunnþór Jónsson er nú mættur. Björn Berg Bryde, Emil Hallfreðsson og Matthías Vilhjálmsson gætu einnig verið á leið í Kaplakrikann. Stefán Teitur Þórðarson er orðaður við Breiðablik „og það eru einhverjar sögusagnir um að það gæti gerst í félagaskiptaglugganum,“ sagði Guðmundur, en Hjörvar taldi engar líkur á að það gengi eftir. Umræðuna um félagaskiptamarkaðinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Félagaskiptamarkaðurinn
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi Rúrik Gíslason leitar ýmsa leiða meðan hann leitar að nýju liði til að spila með. 16. júlí 2020 14:30 Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar „Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 10. júlí 2020 19:00 Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi Rúrik Gíslason leitar ýmsa leiða meðan hann leitar að nýju liði til að spila með. 16. júlí 2020 14:30
Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar „Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 10. júlí 2020 19:00
Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00