Elvar í Litháen næstu tvö árin Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 09:30 Elvar Már Friðriksson hefur samið við félag í Lithaén. vísir/s2s Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020 Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020
Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05
Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00