Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 23:00 Rúnar Páll var ekki sáttur með að ná ekki þremur stigum á heimavelli í kvöld. Vísir/Bára Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn