Tekur að hvessa annað kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 07:18 Veðrið í dag á að vera alveg bærilegt, hægur vindur og stöku skúrir. Vísir/Vilhelm Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira