Fresta opnun landamæra og framlengja takmarkanir Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 12:06 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hann sagði markmið þessara seinkana vera að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og ná tökum á faraldrinum á nýjan leik. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hægt verði á enduropnun breskra landamæra og ferðatakmarkanir og smitvarnir verði framlengdar til minnst 8. ágúst. Enn sé útbreiðsla nýju kórónuveirunnar of mikil þar í landi. Nýsmituðum fer nú fjölgandi í Bretlandi og er það í fyrsta sinn frá því í maí. Þegar hefur verið dregið úr félagsforðun í Bretlandi og virðist það hafa leitt til fjölgunar smitaðra. Undanfarna daga hafa um 4.200 manns greinst smitaðir á dag en fyrir viku síðan voru þeir 2.800, samkvæmt frétt BBC. Alls hafa minnst 303.913 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur. Minnst 46.084 hafa dáið. Johnson sagði markmið þessara seinkana vera að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og ná tökum á faraldrinum á nýjan leik. Auk þess að framlengja núverandi takmarkanir hafa reglur varðandi grímur verið hertar. Bretum ber nú að vera með grímur alls staðar innandyra á almannafæri. Eins og í söfnum, kvikmyndahúsum og bænahúsum. Ráðherrann varaði þó við því að til greina kæmi að herða takmarkanir aftur á nýjan leik. „Ég vil ekki þurfa að segja fólki að verja minni tíma með vinum sínum. En ef fólk hlýðir ekki reglunum og hagar sér skynsamlega, gætum við þurft að ganga lengra,“ sagði Johnson á upplýsingafundi í dag. Þá hvatti hann Breta til að ferðast innanlands í sumar. Boris Johnson encourages people to still take staycations in the UK, despite increasing restrictions. More here: https://t.co/j6kjF0M8Gi pic.twitter.com/6lSWswLkt0— SkyNews (@SkyNews) July 31, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. 31. júlí 2020 08:29 Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28. júlí 2020 16:50 Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. 23. júlí 2020 07:26 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hægt verði á enduropnun breskra landamæra og ferðatakmarkanir og smitvarnir verði framlengdar til minnst 8. ágúst. Enn sé útbreiðsla nýju kórónuveirunnar of mikil þar í landi. Nýsmituðum fer nú fjölgandi í Bretlandi og er það í fyrsta sinn frá því í maí. Þegar hefur verið dregið úr félagsforðun í Bretlandi og virðist það hafa leitt til fjölgunar smitaðra. Undanfarna daga hafa um 4.200 manns greinst smitaðir á dag en fyrir viku síðan voru þeir 2.800, samkvæmt frétt BBC. Alls hafa minnst 303.913 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur. Minnst 46.084 hafa dáið. Johnson sagði markmið þessara seinkana vera að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og ná tökum á faraldrinum á nýjan leik. Auk þess að framlengja núverandi takmarkanir hafa reglur varðandi grímur verið hertar. Bretum ber nú að vera með grímur alls staðar innandyra á almannafæri. Eins og í söfnum, kvikmyndahúsum og bænahúsum. Ráðherrann varaði þó við því að til greina kæmi að herða takmarkanir aftur á nýjan leik. „Ég vil ekki þurfa að segja fólki að verja minni tíma með vinum sínum. En ef fólk hlýðir ekki reglunum og hagar sér skynsamlega, gætum við þurft að ganga lengra,“ sagði Johnson á upplýsingafundi í dag. Þá hvatti hann Breta til að ferðast innanlands í sumar. Boris Johnson encourages people to still take staycations in the UK, despite increasing restrictions. More here: https://t.co/j6kjF0M8Gi pic.twitter.com/6lSWswLkt0— SkyNews (@SkyNews) July 31, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. 31. júlí 2020 08:29 Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28. júlí 2020 16:50 Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. 23. júlí 2020 07:26 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. 31. júlí 2020 08:29
Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28. júlí 2020 16:50
Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45
Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. 23. júlí 2020 07:26