Grímuskylda í Strætó dregin til baka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2020 15:32 Farþegar Strætó munu ekki þurfa að bera grímur fyrir vitum um borð í vögnunum. Vísir/Vilhelm Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. Eins og fram kom í fréttum í gær ákvað Strætó að gera það skylt að farþegar bæru grímur fyrir vitum, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld teldu það ekki nauðsyn. Strætó tilkynnti í gær eftir að minnisblað sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur var birt að grímuskylda myndi taka gildi í strætisvögnum á hádegi í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að grímuskyldan ætti ekki við um Strætó. Forsvarsmenn tilkynntu í morgun að grímuskyldunni yrði haldið til streitu þrátt fyrir að fyrirtækið væri ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli notenda. Strætó biður farþega þess í stað að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: Þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðartakmörkunum í fjölmenni, svo sem á háannatíma í umferðinni, er fólki ráðlagt að hafa andlitsgrímur á sér og setja þær upp ef fjölmennt verður í strætisvögnum. Þá er mælst til að fólk í áhættuhópum setji upp andlitsgrímur um borð í vögnum. Grímuskylda verður enn til staðar í vögnum Strætó sem sinna landsbyggðarakstri. Þá biðlar Strætó til viðskiptavina sinna að huga vel að hreinlæti, þvo sér um hendur og reyna eftir fremsta megni að virða fjarlægðartakmarkanir um borð í strætisvögnum. Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. Eins og fram kom í fréttum í gær ákvað Strætó að gera það skylt að farþegar bæru grímur fyrir vitum, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld teldu það ekki nauðsyn. Strætó tilkynnti í gær eftir að minnisblað sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur var birt að grímuskylda myndi taka gildi í strætisvögnum á hádegi í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að grímuskyldan ætti ekki við um Strætó. Forsvarsmenn tilkynntu í morgun að grímuskyldunni yrði haldið til streitu þrátt fyrir að fyrirtækið væri ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli notenda. Strætó biður farþega þess í stað að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: Þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðartakmörkunum í fjölmenni, svo sem á háannatíma í umferðinni, er fólki ráðlagt að hafa andlitsgrímur á sér og setja þær upp ef fjölmennt verður í strætisvögnum. Þá er mælst til að fólk í áhættuhópum setji upp andlitsgrímur um borð í vögnum. Grímuskylda verður enn til staðar í vögnum Strætó sem sinna landsbyggðarakstri. Þá biðlar Strætó til viðskiptavina sinna að huga vel að hreinlæti, þvo sér um hendur og reyna eftir fremsta megni að virða fjarlægðartakmarkanir um borð í strætisvögnum.
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23
Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00
Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53