Grænn gróði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 4. ágúst 2020 09:01 Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera í fremstu röð í grænmetisframleiðslu. Ef til vill kemur það fólki á óvart sem skoðar landakort. En það er einmitt staða Íslands á landakortinu sem gerir þennan möguleika mögulegan. Heimili okkar er nefnilega full af vatni, köldu og heitu. Og orkan er næg, þótt hún sé alltof dýr fyrir grænmetisbændur. Eftirspurn eftir heilnæmu grænmeti, ávöxtum og korni hefur aukist mikið um allan heim og mun aukast verulega á næstu árum. Hér er því á ferðinni dauðafæri fyrir Ísland. Þetta tækifæri er einstakt, nýtir kosti Íslands á sjálfbæran hátt, er atvinnuskapandi, mætir breyttri neysluhegðun og er umhverfisvænt á tímum loftslagsbreytinga. Til að hægt sé að nýta sér þetta tækifæri þurfa stjórnvöld að koma að uppbyggingunni með auknum opinberum stuðningi. Lækka ætti verð á rafmagni, flutningskostnaði og á öðrum kostnaði. Slíkur stuðningur þarf að vera gagnsær og almennur en umfram allt myndarlegur. Í hagfræðinni höfum við mikla trú á hinum svokölluðum hagrænum hvötum en þá vantar hér í mun meiri mæli þegar kemur að hinu græna. Gerum þetta að atvinnustefnu Nákvæmlega núna er verið að búa til í reykfylltum bakherbergjum ráðherra núverandi ríkisstjórnar nýja fimm ára fjármálaáætlun fyrir hið opinbera. Um er að ræða yfir 5.000 milljarða kr. áætlun. Takið eftir, að ég er að tala um milljarða hér en ekki milljónir. Eitthvað fara þessir peningar í. Þess vegna er þetta rétti tíminn til að koma með framsæknar hugmyndir sem taka mið af framtíðinni en ekki fortíðinni. Umfangsmikil grænmetisframleiðsla hér á landi ætti að vera hluti af atvinnustefnu hins opinbera. Þetta ætti einnig að vera hluti af vel hugsuðu fjárfestingarátaki stjórnvalda en ekki sem smátt hliðarverkefni sem fær að fljóta með, ef ráðherrar muna eftir því. Það sem hefur verið gert hingað til er því miður svo lítið að það skiptir of litlu máli. Fjórföldum grænmetisframleiðslu Nýverið var kynnt áætlun stjórnvalda að auka framleiðslu af grænmeti um 25% á næstu þremur árum og voru settar litlar 200 milljónir kr. til viðbótar við þær 600 m kr. sem fara í framleiðslu garðyrkjuafurða. Þetta er einfaldlega allt of lítið og metnaðarlaust. Við eigum frekar að setja okkur það markmið að fjórfalda grænmetisframleiðslu hér á landi á næstu árum í stað þess að auka hana aðeins um fjórðung eins og vilji núverandi stjórnvalda er. Til samanburðar eru 200 milljónir kr. viðbót núverandi stjórnvalda svipuð upphæð og ríkið setur í styrki til fiskvinnslustöðva á ári og er einnig aðeins einn tíundi af því sem stjórnvöld kjósa að eyða í varnarmál á hverju ári. Um 12.000 milljónir renna hins vegar frá almenningi í nautgripa- og sauðfjárrækt á hverju ári og er því stuðningurinn fyrir garðyrkjuafurðir einungis 5% af þeirri upphæð. Hvað er grænt við það? Hið græna í stað hið ferfætta Búvörusamningar framtíðarinnar eiga að snúast um hið græna en ekki hið ferfætta. Við þurfum að hjálpa bændum að breyta framleiðslu sinni í þessa átt. Við eigum að styðja fleiri nýja bændur sem starfa í grænum framleiðsluheimi. Það má vel hugsa sér að Ísland verði útflytjandi af garðyrkjuafurðum en ekki innflytjandi. Vegna sjávarins umhverfis landið er Ísland matvælaland á heimsmælikvarða á sviði sjávarútvegs. Víkkum þessa hugmynd út og látum hana ná yfir grænmetið sem þarf orku, jarðvarma, ylrækt og vatn en af því eigum við nóg. Það getur kostað peninga að búa til peninga. Það kostar að hugsa stórt en það borgar sig, ef það er skynsamlegt. Fjórföldun grænmetisframleiðslu er skynsamleg hugmynd. Eina sem hindrar okkur er metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar. Við þurfum að vaxa upp úr þessari kreppu sem við erum í. Sá vöxtur á að vera grænn og vænn. Og ekki er verra, ef við getum borðað hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Loftslagsmál Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera í fremstu röð í grænmetisframleiðslu. Ef til vill kemur það fólki á óvart sem skoðar landakort. En það er einmitt staða Íslands á landakortinu sem gerir þennan möguleika mögulegan. Heimili okkar er nefnilega full af vatni, köldu og heitu. Og orkan er næg, þótt hún sé alltof dýr fyrir grænmetisbændur. Eftirspurn eftir heilnæmu grænmeti, ávöxtum og korni hefur aukist mikið um allan heim og mun aukast verulega á næstu árum. Hér er því á ferðinni dauðafæri fyrir Ísland. Þetta tækifæri er einstakt, nýtir kosti Íslands á sjálfbæran hátt, er atvinnuskapandi, mætir breyttri neysluhegðun og er umhverfisvænt á tímum loftslagsbreytinga. Til að hægt sé að nýta sér þetta tækifæri þurfa stjórnvöld að koma að uppbyggingunni með auknum opinberum stuðningi. Lækka ætti verð á rafmagni, flutningskostnaði og á öðrum kostnaði. Slíkur stuðningur þarf að vera gagnsær og almennur en umfram allt myndarlegur. Í hagfræðinni höfum við mikla trú á hinum svokölluðum hagrænum hvötum en þá vantar hér í mun meiri mæli þegar kemur að hinu græna. Gerum þetta að atvinnustefnu Nákvæmlega núna er verið að búa til í reykfylltum bakherbergjum ráðherra núverandi ríkisstjórnar nýja fimm ára fjármálaáætlun fyrir hið opinbera. Um er að ræða yfir 5.000 milljarða kr. áætlun. Takið eftir, að ég er að tala um milljarða hér en ekki milljónir. Eitthvað fara þessir peningar í. Þess vegna er þetta rétti tíminn til að koma með framsæknar hugmyndir sem taka mið af framtíðinni en ekki fortíðinni. Umfangsmikil grænmetisframleiðsla hér á landi ætti að vera hluti af atvinnustefnu hins opinbera. Þetta ætti einnig að vera hluti af vel hugsuðu fjárfestingarátaki stjórnvalda en ekki sem smátt hliðarverkefni sem fær að fljóta með, ef ráðherrar muna eftir því. Það sem hefur verið gert hingað til er því miður svo lítið að það skiptir of litlu máli. Fjórföldum grænmetisframleiðslu Nýverið var kynnt áætlun stjórnvalda að auka framleiðslu af grænmeti um 25% á næstu þremur árum og voru settar litlar 200 milljónir kr. til viðbótar við þær 600 m kr. sem fara í framleiðslu garðyrkjuafurða. Þetta er einfaldlega allt of lítið og metnaðarlaust. Við eigum frekar að setja okkur það markmið að fjórfalda grænmetisframleiðslu hér á landi á næstu árum í stað þess að auka hana aðeins um fjórðung eins og vilji núverandi stjórnvalda er. Til samanburðar eru 200 milljónir kr. viðbót núverandi stjórnvalda svipuð upphæð og ríkið setur í styrki til fiskvinnslustöðva á ári og er einnig aðeins einn tíundi af því sem stjórnvöld kjósa að eyða í varnarmál á hverju ári. Um 12.000 milljónir renna hins vegar frá almenningi í nautgripa- og sauðfjárrækt á hverju ári og er því stuðningurinn fyrir garðyrkjuafurðir einungis 5% af þeirri upphæð. Hvað er grænt við það? Hið græna í stað hið ferfætta Búvörusamningar framtíðarinnar eiga að snúast um hið græna en ekki hið ferfætta. Við þurfum að hjálpa bændum að breyta framleiðslu sinni í þessa átt. Við eigum að styðja fleiri nýja bændur sem starfa í grænum framleiðsluheimi. Það má vel hugsa sér að Ísland verði útflytjandi af garðyrkjuafurðum en ekki innflytjandi. Vegna sjávarins umhverfis landið er Ísland matvælaland á heimsmælikvarða á sviði sjávarútvegs. Víkkum þessa hugmynd út og látum hana ná yfir grænmetið sem þarf orku, jarðvarma, ylrækt og vatn en af því eigum við nóg. Það getur kostað peninga að búa til peninga. Það kostar að hugsa stórt en það borgar sig, ef það er skynsamlegt. Fjórföldun grænmetisframleiðslu er skynsamleg hugmynd. Eina sem hindrar okkur er metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar. Við þurfum að vaxa upp úr þessari kreppu sem við erum í. Sá vöxtur á að vera grænn og vænn. Og ekki er verra, ef við getum borðað hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun