Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 18:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, benti á að Ísland hefði náð góðum árangri gegn kórónuveirunni án þess að þurfa að ganga eins langt í takmörkunum og mörg önnur ríki gerðu í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. Forsætisráðherra segir ríkið eiga góða verkfærakistu frá því að gripið var til meiriháttar efnahagsinnspýtingar í vor. Hert var á sóttvarnareglum á föstudag eftir að nýjum kórónuveirusmitum tók að fjölga á nýjan leik. Virk smit í landinu eru nú svipað mörg og við upphaf faraldursins í mars. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að yfirvöld hafi verið undir það búin að hópsýkingar eða víðtækari smit gætu komið upp aftur og því hafi verið brugðist við fjölgun tilfella með afgerandi hætti í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði Katrín fylgst yrði með stöðunni nú eftir að sóttvarnaaðgerðirnar voru hertar og metið hvort að þörf yrði á frekari efnahagslegum aðgerðum eins og þær sem ráðist var í við upphaf faraldursins í vor. Fullyrti hún að þær aðgerðir hafi skipt gríðarlega miklu máli fyrir almenning og atvinnulífið, þar á meðal lokunarstyrkir, stuðningslán og hlutabótaleiðin sem var stærsta einstaka aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Við eigum mjög góða verkfærakistu í því sem við gripum til í vor þannig að nú þurfum við í raun og veru að meta stöðuna og hvaða efnahagslegu áhrif þessar hertu aðgerðir hafa og miða okkar aðgerðir út frá því,“ sagði Katrín þegar hún var spurð hvers eðlis viðbótaraðgerðirnar gætu verið. Skólahald verði með sem eðlilegustum hætti Menntamálayfirvöld vinna nú að því skoða hvernig skólahaldi verður háttað í ljósi stöðunnar í faraldrinum. Katrín benti á að Ísland væri eitt af fáum samfélögum sem héldu skólastarfi gangandi þegar faraldurinn blossaði fyrst upp í vor. „Við eigum að gera það að okkar höfuðmarkmiði að halda áfram að tryggja það að skólahald verði með sem eðlilegustum hætti. Það er ekki bara mikilvægt fyrir fjölskyldurnar sem heild heldur einnig fyrir öll þessi börn og ungmenni sem er mikilvægt að njóti menntunar með eðlilegum hætti,“ sagði forsætisráðherra. Verkefnið nú sé að ná tökum á stöðunni sem er komin upp. Katrín sagði að of snemmt væri að fagna þó að færri tilfelli hefðu greinst í gær en dagana á undan. Yfirvöld ætli að meta stöðuna reglulega frá degi til dags. Fleiri komið en reiknað var með Stjórnvöld ætla að meta með skýrari hætti efnahagslegan ávinning af opnun landamæranna. Katrín sagði að fleiri ferðamenn hefðu komið til landsins en reiknað var með, þrátt fyrir að staðið hefði verið að opnuninni á varfærinn hátt og skimunar krafist. Sérfræðingar sem Katrín segist hafa rætt við hafa tjáð henni að skimunin hafi skilað árangri og bendi á tölfræðina máli sínu til stuðnings. Hlutfallslega fáir hafa greinst smitaðir af tugum þúsunda komufarþega frá því að landamærin voru opnuð að hluta til 15. júní. „Við munum núna að sjálfsögðu leggja mat á hverju þetta hefur verið að skila inn í þjóðarbúið. Við sjáum það auðvitað að það hefur verið töluvert meiri áhugi á að koma hingað en við töldum í upphafi sumars. Svo kann það náttúrulega að breytast þegar við sjáum að faraldurinn er í vexti alls staðar í kringum okkur,“ sagði Katrín. Betur í stakk búin að takast á við áfallið en áður Spurð út í stöðu ríkissjóðs eftir þær efnahagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til og áhrif faraldursins sagði Katrín að hann hafi tekið á sig töluverðar byrðar. Ólíkt fyrri kreppum hafi þó bæði ríkissjóður, einstaklingar og atvinnulífið verið betur í stakk búið að takast á við hann. Vísaði Katrín þar til þess að ríki og fyrirtæki væru minna skuldsett en áður en almenningur hefði lagt meira fyrir. Þá skipti gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans gríðarlegu máli til að auka stöðugleika hagkerfisins. Línur sagði Katrín að ættu eftir að skýrast betur þegar byrjað yrði að ræða fjárlög næsta árs og fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum búin að búa í haginn til þess að ríkið geti einmitt tekist á við þetta og geti þá gegnt því hlutverki núna sem það hefur verið að gera að koma inn með þessar virku aðgerðir […] þannig að ríkið beiti sínu vogarafli til þess að lyfta efnahagslífinu aftur upp,“ sagði forsætisráðherra. Stærsta viðfangsefni stjórnmálanna í vetur og lengur taldi Katrín að skoða hvernig hægt sé að vaxa út úr kreppunni nú. Markmið ríkisstjórnarinnar væri að tryggja atvinnustig, verja og fjölga störfum, tryggja afkomu fólks og byggja fleiri stoðir undir atvinnulífið, meðal annars með fjárfestingum í nýsköpun, rannsóknum og matvælaframleiðslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 200 viðskiptavinir algjört hámark Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. 4. ágúst 2020 15:13 Mánaðamótin komu betur út hjá Vinnumálastofnun en búist var við Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við. 4. ágúst 2020 14:10 Þrjátíu í sóttkví á Akureyri eftir að sjúkraþjálfari smitaðist Sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri greindist með Covid-19 á laugardag. Í kjölfarið voru þrjátíu skjólstæðingar hans sendir í sóttkví. 4. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. Forsætisráðherra segir ríkið eiga góða verkfærakistu frá því að gripið var til meiriháttar efnahagsinnspýtingar í vor. Hert var á sóttvarnareglum á föstudag eftir að nýjum kórónuveirusmitum tók að fjölga á nýjan leik. Virk smit í landinu eru nú svipað mörg og við upphaf faraldursins í mars. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að yfirvöld hafi verið undir það búin að hópsýkingar eða víðtækari smit gætu komið upp aftur og því hafi verið brugðist við fjölgun tilfella með afgerandi hætti í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði Katrín fylgst yrði með stöðunni nú eftir að sóttvarnaaðgerðirnar voru hertar og metið hvort að þörf yrði á frekari efnahagslegum aðgerðum eins og þær sem ráðist var í við upphaf faraldursins í vor. Fullyrti hún að þær aðgerðir hafi skipt gríðarlega miklu máli fyrir almenning og atvinnulífið, þar á meðal lokunarstyrkir, stuðningslán og hlutabótaleiðin sem var stærsta einstaka aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Við eigum mjög góða verkfærakistu í því sem við gripum til í vor þannig að nú þurfum við í raun og veru að meta stöðuna og hvaða efnahagslegu áhrif þessar hertu aðgerðir hafa og miða okkar aðgerðir út frá því,“ sagði Katrín þegar hún var spurð hvers eðlis viðbótaraðgerðirnar gætu verið. Skólahald verði með sem eðlilegustum hætti Menntamálayfirvöld vinna nú að því skoða hvernig skólahaldi verður háttað í ljósi stöðunnar í faraldrinum. Katrín benti á að Ísland væri eitt af fáum samfélögum sem héldu skólastarfi gangandi þegar faraldurinn blossaði fyrst upp í vor. „Við eigum að gera það að okkar höfuðmarkmiði að halda áfram að tryggja það að skólahald verði með sem eðlilegustum hætti. Það er ekki bara mikilvægt fyrir fjölskyldurnar sem heild heldur einnig fyrir öll þessi börn og ungmenni sem er mikilvægt að njóti menntunar með eðlilegum hætti,“ sagði forsætisráðherra. Verkefnið nú sé að ná tökum á stöðunni sem er komin upp. Katrín sagði að of snemmt væri að fagna þó að færri tilfelli hefðu greinst í gær en dagana á undan. Yfirvöld ætli að meta stöðuna reglulega frá degi til dags. Fleiri komið en reiknað var með Stjórnvöld ætla að meta með skýrari hætti efnahagslegan ávinning af opnun landamæranna. Katrín sagði að fleiri ferðamenn hefðu komið til landsins en reiknað var með, þrátt fyrir að staðið hefði verið að opnuninni á varfærinn hátt og skimunar krafist. Sérfræðingar sem Katrín segist hafa rætt við hafa tjáð henni að skimunin hafi skilað árangri og bendi á tölfræðina máli sínu til stuðnings. Hlutfallslega fáir hafa greinst smitaðir af tugum þúsunda komufarþega frá því að landamærin voru opnuð að hluta til 15. júní. „Við munum núna að sjálfsögðu leggja mat á hverju þetta hefur verið að skila inn í þjóðarbúið. Við sjáum það auðvitað að það hefur verið töluvert meiri áhugi á að koma hingað en við töldum í upphafi sumars. Svo kann það náttúrulega að breytast þegar við sjáum að faraldurinn er í vexti alls staðar í kringum okkur,“ sagði Katrín. Betur í stakk búin að takast á við áfallið en áður Spurð út í stöðu ríkissjóðs eftir þær efnahagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til og áhrif faraldursins sagði Katrín að hann hafi tekið á sig töluverðar byrðar. Ólíkt fyrri kreppum hafi þó bæði ríkissjóður, einstaklingar og atvinnulífið verið betur í stakk búið að takast á við hann. Vísaði Katrín þar til þess að ríki og fyrirtæki væru minna skuldsett en áður en almenningur hefði lagt meira fyrir. Þá skipti gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans gríðarlegu máli til að auka stöðugleika hagkerfisins. Línur sagði Katrín að ættu eftir að skýrast betur þegar byrjað yrði að ræða fjárlög næsta árs og fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum búin að búa í haginn til þess að ríkið geti einmitt tekist á við þetta og geti þá gegnt því hlutverki núna sem það hefur verið að gera að koma inn með þessar virku aðgerðir […] þannig að ríkið beiti sínu vogarafli til þess að lyfta efnahagslífinu aftur upp,“ sagði forsætisráðherra. Stærsta viðfangsefni stjórnmálanna í vetur og lengur taldi Katrín að skoða hvernig hægt sé að vaxa út úr kreppunni nú. Markmið ríkisstjórnarinnar væri að tryggja atvinnustig, verja og fjölga störfum, tryggja afkomu fólks og byggja fleiri stoðir undir atvinnulífið, meðal annars með fjárfestingum í nýsköpun, rannsóknum og matvælaframleiðslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 200 viðskiptavinir algjört hámark Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. 4. ágúst 2020 15:13 Mánaðamótin komu betur út hjá Vinnumálastofnun en búist var við Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við. 4. ágúst 2020 14:10 Þrjátíu í sóttkví á Akureyri eftir að sjúkraþjálfari smitaðist Sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri greindist með Covid-19 á laugardag. Í kjölfarið voru þrjátíu skjólstæðingar hans sendir í sóttkví. 4. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
200 viðskiptavinir algjört hámark Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. 4. ágúst 2020 15:13
Mánaðamótin komu betur út hjá Vinnumálastofnun en búist var við Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við. 4. ágúst 2020 14:10
Þrjátíu í sóttkví á Akureyri eftir að sjúkraþjálfari smitaðist Sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri greindist með Covid-19 á laugardag. Í kjölfarið voru þrjátíu skjólstæðingar hans sendir í sóttkví. 4. ágúst 2020 12:33