Körfubolti

Doncic í sögubækurnar og flautukarfa Booker | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Doncic í leiknum í nótt.
Doncic í leiknum í nótt. vísir/getty

Luka Doncic skráði sig í sögubækur NBA í nótt er hann varð yngsti leikmaðurinn til að skora meira en 30 stig, taka tuttugu eða fleiri fráköst og gefa tíu eða fleiri stoðsendingar í einum og sama leiknum.

Slóveninn átti þennan frábæra leik er Dallas vann fjögura stiga sigur á Sacramento, 114-110, eftir framlengdan leik. Doncic gerði 34 stig, tók 20 fráköst og gaf tólf stoðsendingar.

Líkurnar á því að Portland Blazers leiki í úrslitakeppninni þetta árið jukust í nótt er þeir unnu mikilvægan átta stiga sigur á Houston, 110-102.

Damian Lillard gerði 21 stig fyrir Portland en James Harden var stigahæstur hjá Houston með 23 stig.

Spennan var einnig mikil í leik Phoenix og LA Clippers en Devin Booker skoraði sigurkörfuna í þann mund sem flautan gall. Lokatölur 117-115.

Úrslitakeppnin í NBA hefst 14. ágúst en heildarstöðuna má sjá hér. Þar má einnig sjá liðin sem nú þegar eru komin í úrslitakeppnina.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×