Boð og bönn skipta ekki máli fari fólk ekki eftir þeim Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 18:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjölgun smita eins og sú sem nú á sér stað eigi eftir að endurtaka sig í nánustu framtíð. Landsmenn þurfi að læra að búa með veirunni á meðan hún sé í svo miklum vexti í heiminum. Vísir/Vilhelm Frekari stjórnvaldsaðgerðir og boð og bönn vegna kórónuveirufaraldursins eru ekki endilega lausn ef fólk fer ekki eftir þeim, að mati sóttvarnalæknis. Til skoðunar er að herða aðgerðir og setja á neyðarstig almannavarna vegna fjölgunar nýrra smita undanfarna daga. Sautján greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar innanlands í gær, þar af sex sem voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Nú er svo komið að 109 eru í einangrun með veiruna. Einn einstaklingur á fertugsaldri er í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði ljóst að veiran væri búin að grafa um sig víða í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til umræðu sé nú að setja á neyðarstig almannavarna. Það breyti þó ekki endilega miklu í hvernig tekist sé á við veiruna en ákveðin starfsemi gæti þurft að lúta takmörkunum og gera ráðstafanir á vinnustöðum. Neyðarstig almannavarna þýddi ekki sjálfskrafa lokun staða eins og líkamsræktarstöðva, hárgreiðslustofa og sundlauga eins og gerðist í vor. Komi upp alvarleg veikindi og faraldurinn stefni í að fara úr böndunum sagði Þórólfur að mögulega þyrfti að loka slíkum stöðum aftur. Engu að síður sagði Þórólfur að frekari stjórnvaldsaðgerðir væru ekki endilega lausnin. „Það sem skiptir öllu máli hér er að almenningur taki við sér eins og hann gerði í vetur, taki þátt, skilji það sem er verið að gera og fari eftir því. Það skiptir engu máli boð og bönn og hvað við segjum. Ef fólk fer ekki eftir því og tekur ekki þátt þá mun ekkert gerast,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði hann við því að gerist faraldurinn útbreiddur verði mun erfiðara og jafnvel vonlaust að eiga við hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Frekari stjórnvaldsaðgerðir og boð og bönn vegna kórónuveirufaraldursins eru ekki endilega lausn ef fólk fer ekki eftir þeim, að mati sóttvarnalæknis. Til skoðunar er að herða aðgerðir og setja á neyðarstig almannavarna vegna fjölgunar nýrra smita undanfarna daga. Sautján greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar innanlands í gær, þar af sex sem voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Nú er svo komið að 109 eru í einangrun með veiruna. Einn einstaklingur á fertugsaldri er í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði ljóst að veiran væri búin að grafa um sig víða í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til umræðu sé nú að setja á neyðarstig almannavarna. Það breyti þó ekki endilega miklu í hvernig tekist sé á við veiruna en ákveðin starfsemi gæti þurft að lúta takmörkunum og gera ráðstafanir á vinnustöðum. Neyðarstig almannavarna þýddi ekki sjálfskrafa lokun staða eins og líkamsræktarstöðva, hárgreiðslustofa og sundlauga eins og gerðist í vor. Komi upp alvarleg veikindi og faraldurinn stefni í að fara úr böndunum sagði Þórólfur að mögulega þyrfti að loka slíkum stöðum aftur. Engu að síður sagði Þórólfur að frekari stjórnvaldsaðgerðir væru ekki endilega lausnin. „Það sem skiptir öllu máli hér er að almenningur taki við sér eins og hann gerði í vetur, taki þátt, skilji það sem er verið að gera og fari eftir því. Það skiptir engu máli boð og bönn og hvað við segjum. Ef fólk fer ekki eftir því og tekur ekki þátt þá mun ekkert gerast,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði hann við því að gerist faraldurinn útbreiddur verði mun erfiðara og jafnvel vonlaust að eiga við hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31
Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19
Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42