Boð og bönn skipta ekki máli fari fólk ekki eftir þeim Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 18:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjölgun smita eins og sú sem nú á sér stað eigi eftir að endurtaka sig í nánustu framtíð. Landsmenn þurfi að læra að búa með veirunni á meðan hún sé í svo miklum vexti í heiminum. Vísir/Vilhelm Frekari stjórnvaldsaðgerðir og boð og bönn vegna kórónuveirufaraldursins eru ekki endilega lausn ef fólk fer ekki eftir þeim, að mati sóttvarnalæknis. Til skoðunar er að herða aðgerðir og setja á neyðarstig almannavarna vegna fjölgunar nýrra smita undanfarna daga. Sautján greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar innanlands í gær, þar af sex sem voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Nú er svo komið að 109 eru í einangrun með veiruna. Einn einstaklingur á fertugsaldri er í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði ljóst að veiran væri búin að grafa um sig víða í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til umræðu sé nú að setja á neyðarstig almannavarna. Það breyti þó ekki endilega miklu í hvernig tekist sé á við veiruna en ákveðin starfsemi gæti þurft að lúta takmörkunum og gera ráðstafanir á vinnustöðum. Neyðarstig almannavarna þýddi ekki sjálfskrafa lokun staða eins og líkamsræktarstöðva, hárgreiðslustofa og sundlauga eins og gerðist í vor. Komi upp alvarleg veikindi og faraldurinn stefni í að fara úr böndunum sagði Þórólfur að mögulega þyrfti að loka slíkum stöðum aftur. Engu að síður sagði Þórólfur að frekari stjórnvaldsaðgerðir væru ekki endilega lausnin. „Það sem skiptir öllu máli hér er að almenningur taki við sér eins og hann gerði í vetur, taki þátt, skilji það sem er verið að gera og fari eftir því. Það skiptir engu máli boð og bönn og hvað við segjum. Ef fólk fer ekki eftir því og tekur ekki þátt þá mun ekkert gerast,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði hann við því að gerist faraldurinn útbreiddur verði mun erfiðara og jafnvel vonlaust að eiga við hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Sjá meira
Frekari stjórnvaldsaðgerðir og boð og bönn vegna kórónuveirufaraldursins eru ekki endilega lausn ef fólk fer ekki eftir þeim, að mati sóttvarnalæknis. Til skoðunar er að herða aðgerðir og setja á neyðarstig almannavarna vegna fjölgunar nýrra smita undanfarna daga. Sautján greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar innanlands í gær, þar af sex sem voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Nú er svo komið að 109 eru í einangrun með veiruna. Einn einstaklingur á fertugsaldri er í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði ljóst að veiran væri búin að grafa um sig víða í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til umræðu sé nú að setja á neyðarstig almannavarna. Það breyti þó ekki endilega miklu í hvernig tekist sé á við veiruna en ákveðin starfsemi gæti þurft að lúta takmörkunum og gera ráðstafanir á vinnustöðum. Neyðarstig almannavarna þýddi ekki sjálfskrafa lokun staða eins og líkamsræktarstöðva, hárgreiðslustofa og sundlauga eins og gerðist í vor. Komi upp alvarleg veikindi og faraldurinn stefni í að fara úr böndunum sagði Þórólfur að mögulega þyrfti að loka slíkum stöðum aftur. Engu að síður sagði Þórólfur að frekari stjórnvaldsaðgerðir væru ekki endilega lausnin. „Það sem skiptir öllu máli hér er að almenningur taki við sér eins og hann gerði í vetur, taki þátt, skilji það sem er verið að gera og fari eftir því. Það skiptir engu máli boð og bönn og hvað við segjum. Ef fólk fer ekki eftir því og tekur ekki þátt þá mun ekkert gerast,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði hann við því að gerist faraldurinn útbreiddur verði mun erfiðara og jafnvel vonlaust að eiga við hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Sjá meira
Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31
Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19
Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent