Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 21:55 Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00