Vísbendingar um að greiningum krabbameins hafi fækkað í Covid Birgir Olgeirsson skrifar 8. ágúst 2020 18:53 Vísbendingar eru um að greiningum krabbameins hafi fækkað hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins segir að mörgum sem greinst hafa með krabbamein í sumar svíði að hafa ekki komist í krabbameinsleit fyrr vegna sóttvarnaaðgerða. Á Íslandi og í nágrannalöndunum eru óbein áhrif kórónuveirufaraldursins á þá sem veikjast af krabbameini nú skoðuð. „Við sjáum þegar vísbendingar um að greiningum krabbameina hefur fækkað á þessu tímabili. Það getur verið alvarlegt mál því við vitum að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru líkurnar á lækningu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Tvær ástæður eru fyrir því. Krabbameinsleitarmiðstöðin var lokuð hörðustu aðgerðunum í vetur og komur færri á heilsugæsluna. „Það gæti bent til að fólk hafi veigrað sér við að leita á heilsugæsluna vegna einkenna sem svo gætu sýnt sig að eru krabbamein.“ Vegna sóttvarnaaðgerða hafa sjúklingar þurft að fara einir í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Það hefur kostað mikið tilfinningalega. Fólk hefur upplifað sig einangrað. Þetta hefur verið þyngra á margan hátt, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur.“ Halla segir að með því að fylgja sóttvarnareglum verndi fólk sig og aðra ekki aðeins fyrir veirunni heldur einnig þjónustu sem er lífsnauðsynleg öðrum. „Af því að með því erum við að vinna með yfirvöldum að þurfa ekki að grípa til eins róttækra aðgerða og þurfti í vetur,“ segir Halla. Hún segir marga sem greinst hafa í sumar svekkta með að hafa ekki komist í skimun í vetur vegna sóttvarnaaðgerða. „Það eru auðvitað spurningar sem vakna hjá öllum. Það er mjög eðlilegt í svona tilvikum. Í einhverjum tilvikum getur það hafa skipt máli en væntanlega í flestum tilvikum hefur það ekki verið lykilatriði.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Vísbendingar eru um að greiningum krabbameins hafi fækkað hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins segir að mörgum sem greinst hafa með krabbamein í sumar svíði að hafa ekki komist í krabbameinsleit fyrr vegna sóttvarnaaðgerða. Á Íslandi og í nágrannalöndunum eru óbein áhrif kórónuveirufaraldursins á þá sem veikjast af krabbameini nú skoðuð. „Við sjáum þegar vísbendingar um að greiningum krabbameina hefur fækkað á þessu tímabili. Það getur verið alvarlegt mál því við vitum að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru líkurnar á lækningu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Tvær ástæður eru fyrir því. Krabbameinsleitarmiðstöðin var lokuð hörðustu aðgerðunum í vetur og komur færri á heilsugæsluna. „Það gæti bent til að fólk hafi veigrað sér við að leita á heilsugæsluna vegna einkenna sem svo gætu sýnt sig að eru krabbamein.“ Vegna sóttvarnaaðgerða hafa sjúklingar þurft að fara einir í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Það hefur kostað mikið tilfinningalega. Fólk hefur upplifað sig einangrað. Þetta hefur verið þyngra á margan hátt, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur.“ Halla segir að með því að fylgja sóttvarnareglum verndi fólk sig og aðra ekki aðeins fyrir veirunni heldur einnig þjónustu sem er lífsnauðsynleg öðrum. „Af því að með því erum við að vinna með yfirvöldum að þurfa ekki að grípa til eins róttækra aðgerða og þurfti í vetur,“ segir Halla. Hún segir marga sem greinst hafa í sumar svekkta með að hafa ekki komist í skimun í vetur vegna sóttvarnaaðgerða. „Það eru auðvitað spurningar sem vakna hjá öllum. Það er mjög eðlilegt í svona tilvikum. Í einhverjum tilvikum getur það hafa skipt máli en væntanlega í flestum tilvikum hefur það ekki verið lykilatriði.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira