Steven Gerrard fékk góð ráð frá Klopp | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2020 12:00 Gerrard á hliðarlínunni í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Evrópudeildinni Alan Harvey/SNS Group/Getty Images Liverpool goðsögnin Steven Gerrard var í viðtali við opinbera vefsíðu Evrópudeildarinnar en lið hans Rangers, frá Glasgow í Skotlandi, er komið alla leið í 16-liða úrslit hennar. Liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Bayer Leverkusen 3-1 á heimavelli en óljóst er hvenær síðari leikurinn fer fram. Í viðtalinu sagði Gerrard að besta ráðið sem hann hefði fengið hefði komið frá Jürgen Klopp, núverandi þjálfara Liverpool. „Ekki fara inn í þjálfun sem leikmaðurinn Steven Gerrard. Farðu aftur í grunninn, prófaðu hluti og gerðu mistök,“ á Klopp að hafa sagt við Gerrard. „Taktu áhættur og allt sem því fylgir áður en þú mætir fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda, komdu þér í betri stöðu áður en það kemur að því. Ég hef séð fullt af knattspyrnumönnum mæta með ekkert nema nafnið sitt og það endar nær aldrei vel.“ Gerrard hefur sagt að þetta sé besta ráð sem hann hefur fengið. Hann segist hafa gert mistök sem knattspyrnustjóri Rangers en hann hefur lært af þeim og er því betri stjóri í dag. Steven Gerrard discusses all things @RangersFC and great European nights at @LFC in our fascinating in-depth interview... Check it out! — UEFA Europa League (@EuropaLeague) March 12, 2020 Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool er á öðru tímabili sínu sem stjóri Rangers eftir að hafa tekið við í apríl 2018. Tókst honum að stýra Rangers til síns fyrsta sigur á erkifjendunum í Glasgow Celtic síðan 2012 á sínu fyrsta tímabili. Áður en hann tók við Rangers þjálfaði hann U17 ára lið Liverpool í eitt tímabil. Margur Liverpool stuðningsmaðurinn telur að Gerrard snúi aftur til félagsins þegar Klopp ákveður að kalla þetta gott. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Liverpool goðsögnin Steven Gerrard var í viðtali við opinbera vefsíðu Evrópudeildarinnar en lið hans Rangers, frá Glasgow í Skotlandi, er komið alla leið í 16-liða úrslit hennar. Liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Bayer Leverkusen 3-1 á heimavelli en óljóst er hvenær síðari leikurinn fer fram. Í viðtalinu sagði Gerrard að besta ráðið sem hann hefði fengið hefði komið frá Jürgen Klopp, núverandi þjálfara Liverpool. „Ekki fara inn í þjálfun sem leikmaðurinn Steven Gerrard. Farðu aftur í grunninn, prófaðu hluti og gerðu mistök,“ á Klopp að hafa sagt við Gerrard. „Taktu áhættur og allt sem því fylgir áður en þú mætir fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda, komdu þér í betri stöðu áður en það kemur að því. Ég hef séð fullt af knattspyrnumönnum mæta með ekkert nema nafnið sitt og það endar nær aldrei vel.“ Gerrard hefur sagt að þetta sé besta ráð sem hann hefur fengið. Hann segist hafa gert mistök sem knattspyrnustjóri Rangers en hann hefur lært af þeim og er því betri stjóri í dag. Steven Gerrard discusses all things @RangersFC and great European nights at @LFC in our fascinating in-depth interview... Check it out! — UEFA Europa League (@EuropaLeague) March 12, 2020 Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool er á öðru tímabili sínu sem stjóri Rangers eftir að hafa tekið við í apríl 2018. Tókst honum að stýra Rangers til síns fyrsta sigur á erkifjendunum í Glasgow Celtic síðan 2012 á sínu fyrsta tímabili. Áður en hann tók við Rangers þjálfaði hann U17 ára lið Liverpool í eitt tímabil. Margur Liverpool stuðningsmaðurinn telur að Gerrard snúi aftur til félagsins þegar Klopp ákveður að kalla þetta gott.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira