„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 09:11 Ásgeir Þór Ásgeirsson mætti með allar græjur í viðtal á Bylgjunni í morgun. Mynd/Bylgjan Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira