Vilja rannsaka hegðun sendiherrans frekar Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 20:04 Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Getty/Hannah McKay Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Í skýrslunni kemur fram að starfsandi í sendiráðinu hafi versnað í tíð sendiherrans. Meðal móðgandi og óviðeigandi ummæla ráðherrans eru ummæli um kynþátt, litarhaft, kyn og trú starfsmanna sendiráðsins. Hann er einnig sagður hafa beitt starfsmenn miklum þrýstingi, sakað þau um að vinna gegn sér og hótað að reka fólk sem hefur fært honum svör sem hann hefur ekki verið sáttur við. Johnson er auðjöfur og meðal annars meðeigandi í NFL-liðinu New York Jets. Hann hefur enga reynslu sem erindreki og var skipaður í stöðuna af Donald Trump, forseta, í ágúst 2017. New York Times sagði frá því í síðasta mánuði að Johnson hefði rætt við ráðamenn í Skotlandi um að halda Opna breska meistaramótið á velli Trump í Turnberry. Beiðni um slíkt er sögð hafa borist frá Trump sjálfum og á aðstoðarsendiherra hans að hafa varað Johnson við því að verða við henni. Slíkt gæti verið lögbrot. Johnson mun þó hafa fundist hann undir þrýstingi frá Hvíta húsinu og ræddi málið við David Mundell, innanríkisráðherra Skotlands. Í kjölfarið sendi aðstoðarsendiherrann póst til Utanríkisráðuneytisins og sagði starfsmönnum þar hvað hefði gerst. Johnson rak aðstoðarsendiherrann svo skömmu seinna. Í áðurnefndri skýrslu er haft eftir Johnson að hann biðjist afsökunar ef hann hefur óvitandi móðgað einhvern. Hann þvertekur þó fyrir að hafa komið fram við starfsmenn af vanvirðingu eða brotið gegn þeim á nokkurn hátt. Bandaríkin Donald Trump Bretland Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Í skýrslunni kemur fram að starfsandi í sendiráðinu hafi versnað í tíð sendiherrans. Meðal móðgandi og óviðeigandi ummæla ráðherrans eru ummæli um kynþátt, litarhaft, kyn og trú starfsmanna sendiráðsins. Hann er einnig sagður hafa beitt starfsmenn miklum þrýstingi, sakað þau um að vinna gegn sér og hótað að reka fólk sem hefur fært honum svör sem hann hefur ekki verið sáttur við. Johnson er auðjöfur og meðal annars meðeigandi í NFL-liðinu New York Jets. Hann hefur enga reynslu sem erindreki og var skipaður í stöðuna af Donald Trump, forseta, í ágúst 2017. New York Times sagði frá því í síðasta mánuði að Johnson hefði rætt við ráðamenn í Skotlandi um að halda Opna breska meistaramótið á velli Trump í Turnberry. Beiðni um slíkt er sögð hafa borist frá Trump sjálfum og á aðstoðarsendiherra hans að hafa varað Johnson við því að verða við henni. Slíkt gæti verið lögbrot. Johnson mun þó hafa fundist hann undir þrýstingi frá Hvíta húsinu og ræddi málið við David Mundell, innanríkisráðherra Skotlands. Í kjölfarið sendi aðstoðarsendiherrann póst til Utanríkisráðuneytisins og sagði starfsmönnum þar hvað hefði gerst. Johnson rak aðstoðarsendiherrann svo skömmu seinna. Í áðurnefndri skýrslu er haft eftir Johnson að hann biðjist afsökunar ef hann hefur óvitandi móðgað einhvern. Hann þvertekur þó fyrir að hafa komið fram við starfsmenn af vanvirðingu eða brotið gegn þeim á nokkurn hátt.
Bandaríkin Donald Trump Bretland Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira