Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 18:46 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Stafsmaðurinn mætti til vinnu á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir orlof í fyrradag og hafði verið við störf í umönnun í rúma tvo tíma þegar hann frétti að náinn aðstandandi hefði greinst með kórónuveirusmit. „Viðkomandi fór í sýnatöku eins fljótt og auðið var og það kom í ljós daginn eftir að hann var smitaður líka. Við settum tíu íbúaeiningu í sóttkví strax og það var allt sótthreinsað. Við höfðum þær varúðarráðstafanir og sýkingavarnir eins og samráðshópur almannavarna hefur lagt upp með. Það eru bæði ungir og aldraðir sem búa á einingunni en það búa allir á rúmum einbýlisherbergjum og gott sameiginlegt rými og því gott að hafa alla aðskilda þar ,“ segir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir. Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir.Vísir/Berghildur Fjórir starfsmenn sem höfðu unnið með viðkomandi starfsmanni fóru í sóttkví. Þá voru gerðar meiri ráðstafanir vegna þeirra íbúa sem starfsmaðurinn annaðist. Kristín segir að engin hafi sýnt merki um að hafa smitast af veirunni. Öðrum deildum Hamra var lokað fyrir heimsóknum í tvær vikur í framhaldinu. Við þurftum að bæta við starfsfólki því við þurfum að hafa sérmönnun á þessari einingu og þurftum að stokka upp og fengum starfsmenn lánaða frá systraheimilum okkar,“ segir Kristín. Hún segir að öll viðbrögð hafi verið fumlaus eins og í vor þegar smit kom upp á öðru heimili og hrósar starfsfólki í hástert. Það kom upp svipað atvik á Eir í vor en það gekk mjög vel það kom engin sýking þar upp,“ segir Kristín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mosfellsbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Stafsmaðurinn mætti til vinnu á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir orlof í fyrradag og hafði verið við störf í umönnun í rúma tvo tíma þegar hann frétti að náinn aðstandandi hefði greinst með kórónuveirusmit. „Viðkomandi fór í sýnatöku eins fljótt og auðið var og það kom í ljós daginn eftir að hann var smitaður líka. Við settum tíu íbúaeiningu í sóttkví strax og það var allt sótthreinsað. Við höfðum þær varúðarráðstafanir og sýkingavarnir eins og samráðshópur almannavarna hefur lagt upp með. Það eru bæði ungir og aldraðir sem búa á einingunni en það búa allir á rúmum einbýlisherbergjum og gott sameiginlegt rými og því gott að hafa alla aðskilda þar ,“ segir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir. Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir.Vísir/Berghildur Fjórir starfsmenn sem höfðu unnið með viðkomandi starfsmanni fóru í sóttkví. Þá voru gerðar meiri ráðstafanir vegna þeirra íbúa sem starfsmaðurinn annaðist. Kristín segir að engin hafi sýnt merki um að hafa smitast af veirunni. Öðrum deildum Hamra var lokað fyrir heimsóknum í tvær vikur í framhaldinu. Við þurftum að bæta við starfsfólki því við þurfum að hafa sérmönnun á þessari einingu og þurftum að stokka upp og fengum starfsmenn lánaða frá systraheimilum okkar,“ segir Kristín. Hún segir að öll viðbrögð hafi verið fumlaus eins og í vor þegar smit kom upp á öðru heimili og hrósar starfsfólki í hástert. Það kom upp svipað atvik á Eir í vor en það gekk mjög vel það kom engin sýking þar upp,“ segir Kristín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mosfellsbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45