Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 06:55 Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu um tíma í kvöld. Skjáskot/veðurstofan Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu. Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu.
Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira