Helgin gæti leitt í ljós hvort Vera sé uppruni draugahljóðsins dularfulla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2020 19:33 Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“ Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“
Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira