Myndband sýnir þegar lá við bílveltu í slabbi á Suðurlandsvegi Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 15:00 Klaka og krapi rigndi yfir bíl Eyþórs þegar fólksbíllinn ók fram úr honum á vinstri akrein. Skömmu síðar snerist bíllinn fyrir hann. Eyþór H. Ólafsson Ökumaður lítils fólksbíls var heppinn að velta ekki bíl sínum í miklu slabbi og klaka á Suðurlandsvegi í gærkvöldi, að mati annars ökumanns sem náði því á myndband þegar bíllinn snerist fyrir framan hann. Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur, var á leið austur Suðurlandsveg um ellefu leytið í gærkvöldi. Þegar hann nálgaðist afleggjarann að Bolöldu, ekki langt vestan við Litlu kaffistofuna, tók hann eftir litlum fólksbíl sem var ekið fram úr honum á vinstri akrein. Vegurinn er tvíbreiður á þessum slóðum. Hægri akreinin var auð en Eyþór segir við Vísi að mikið slabb hafi verið á vinstri akreininni eins og oft við aðstæður líkt og þær sem voru í gær. Á myndbandsupptöku úr bíl Eyþórs sést hvernig ökumaður litla fólksbílsins byrjar að missa stjórn á honum áður en hann snýst inn á hægri akreinina. „Þannig að ég hægi á mér strax. Ég sá nokkurn veginn í hvað stefndi. Svo bara snýst hann og mátti þakka fyrir að velta honum ekki. Hann fer þarna þvert fyrir mig,“ segir Eyþór. Slapp en munaði litlu Eyþór segir að ekkert vit hafi verið í að aka fram úr á vinstri akreininni auk þess sem hinn bíllinn hafi verið kominn á yfir hundrað kílómetra hraða. Sjálfur aki hann þessa leið nær daglega og hann hefði ekki lagt í framúraksturinn, hvað þá á litlum fólksbíl sem þessum. Betur fór þó en á horfðist. Eyþór fór fram úr bílnum sem snerist og segist hafa séð hann í baksýnisspeglinum aka aftur af stað eftir snúninginn. „Það var ekkert að en það munaði bara sáralitlu að hann ylti eins og sést á myndbandinu,“ segir Eyþór. Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Ökumaður lítils fólksbíls var heppinn að velta ekki bíl sínum í miklu slabbi og klaka á Suðurlandsvegi í gærkvöldi, að mati annars ökumanns sem náði því á myndband þegar bíllinn snerist fyrir framan hann. Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur, var á leið austur Suðurlandsveg um ellefu leytið í gærkvöldi. Þegar hann nálgaðist afleggjarann að Bolöldu, ekki langt vestan við Litlu kaffistofuna, tók hann eftir litlum fólksbíl sem var ekið fram úr honum á vinstri akrein. Vegurinn er tvíbreiður á þessum slóðum. Hægri akreinin var auð en Eyþór segir við Vísi að mikið slabb hafi verið á vinstri akreininni eins og oft við aðstæður líkt og þær sem voru í gær. Á myndbandsupptöku úr bíl Eyþórs sést hvernig ökumaður litla fólksbílsins byrjar að missa stjórn á honum áður en hann snýst inn á hægri akreinina. „Þannig að ég hægi á mér strax. Ég sá nokkurn veginn í hvað stefndi. Svo bara snýst hann og mátti þakka fyrir að velta honum ekki. Hann fer þarna þvert fyrir mig,“ segir Eyþór. Slapp en munaði litlu Eyþór segir að ekkert vit hafi verið í að aka fram úr á vinstri akreininni auk þess sem hinn bíllinn hafi verið kominn á yfir hundrað kílómetra hraða. Sjálfur aki hann þessa leið nær daglega og hann hefði ekki lagt í framúraksturinn, hvað þá á litlum fólksbíl sem þessum. Betur fór þó en á horfðist. Eyþór fór fram úr bílnum sem snerist og segist hafa séð hann í baksýnisspeglinum aka aftur af stað eftir snúninginn. „Það var ekkert að en það munaði bara sáralitlu að hann ylti eins og sést á myndbandinu,“ segir Eyþór.
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira