Máli Wiktoriu gegn Hatara vísað frá dómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2020 19:09 Wiktoria Joanna taldi sig grátt leikna af Hatara. Samsett Máli skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland gegn hljómsveitinni Hatara var vísað frá í Landsrétti í dag. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Wiktoria Joanna Ginter, aðalskipuleggjandi Iceland to Poland, stefndi Hatara til heimtu skaðabóta vegna meintra vanefnda á samningi um að sveitin kæmi fram á hátíðinni, sem fara átti fram í Póllandi dagana 20.-24. ágúst 2019. Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að í samningnum sem Iceland to Poland gerði við Svikamyllu ehf., fyrirtækið sem heldur utan um rekstur Hatara, sé skýrt kveðið á um að aðilum samningsins beri skylda til að leggja ágreining um hann undir gerðardóm. Wiktoria hafi ekki „með haldbærum rökum sýnt fram á heimild sína til að víkjast undan þeirri samningsbundnu skyldu að sæta lögsögu áðurnefnds gerðardóms.“ Málinu var þannig vísað frá og Wiktoriu gert að greiða Svikamyllu 280 þúsund krónur í kærumálskostnað. Í viðtali við Vísi í ágúst í fyrra sagði Wiktoria farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka Hatara á hátíðina. Þá kvaðst hún hafa fengið taugaáfall vegna málsins og lýsti afar neikvæðum viðbrögðum í garð skipuleggjenda hátíðarinnar frá aðdáendum sveitarinnar. Hatari sagði á sínum tíma í yfirlýsingu vegna málsins að sveitin hefði ekki séð fram á að fá greitt fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Því hefði verið ákveðið að hætta við að koma fram. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Hátíðin fór fram í ágúst síðastliðnum en aflýsa þurfti hátíðahöldum á lokakvöldinu vegna skipulagsvanda, að því er fram kom í tilkynningu frá skipuleggjendum á sínum tíma. Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13 Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30 Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45 Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Máli skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland gegn hljómsveitinni Hatara var vísað frá í Landsrétti í dag. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Wiktoria Joanna Ginter, aðalskipuleggjandi Iceland to Poland, stefndi Hatara til heimtu skaðabóta vegna meintra vanefnda á samningi um að sveitin kæmi fram á hátíðinni, sem fara átti fram í Póllandi dagana 20.-24. ágúst 2019. Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að í samningnum sem Iceland to Poland gerði við Svikamyllu ehf., fyrirtækið sem heldur utan um rekstur Hatara, sé skýrt kveðið á um að aðilum samningsins beri skylda til að leggja ágreining um hann undir gerðardóm. Wiktoria hafi ekki „með haldbærum rökum sýnt fram á heimild sína til að víkjast undan þeirri samningsbundnu skyldu að sæta lögsögu áðurnefnds gerðardóms.“ Málinu var þannig vísað frá og Wiktoriu gert að greiða Svikamyllu 280 þúsund krónur í kærumálskostnað. Í viðtali við Vísi í ágúst í fyrra sagði Wiktoria farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka Hatara á hátíðina. Þá kvaðst hún hafa fengið taugaáfall vegna málsins og lýsti afar neikvæðum viðbrögðum í garð skipuleggjenda hátíðarinnar frá aðdáendum sveitarinnar. Hatari sagði á sínum tíma í yfirlýsingu vegna málsins að sveitin hefði ekki séð fram á að fá greitt fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Því hefði verið ákveðið að hætta við að koma fram. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Hátíðin fór fram í ágúst síðastliðnum en aflýsa þurfti hátíðahöldum á lokakvöldinu vegna skipulagsvanda, að því er fram kom í tilkynningu frá skipuleggjendum á sínum tíma.
Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13 Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30 Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45 Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13
Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30
Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45
Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33