Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 07:33 Gular viðvaranir eru alls staðar í gildi á landinu á morgun, þriðjudag, eins og spár standa nú. skjáskot/veðurstofa íslands Lítið sem ekkert ferðaveður verður á landinu fram á miðvikudag. Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Gular viðvaranir eru í gildi næstu daga. Stormsins gætir einkum vestan- og norðanlands í dag en hægari vindur verður norðaustan- og austanlands. Þá helst þurrt en skafrenningur verður suðvestantil, og él og skafrennningur víða annars staðar. Búast má við samfelldri úrkomu austast, slyddu á láglendi en snjókomu til fjalla. Sjá einnig: Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Á morgun, þriðjudag, verður vindur svipaður áfram en úrkoman færist lengra vestur með norðurlandinu. „Þá ætti að vera orðið nægilega hlýtt til að úrkoma á Austurlandi falli sem rigning, slydda norðaustanlands en snjókoma þar vestur af. Áfram verður úrkomulítið á Suður- og Suðvesturlandi, en skafrenningur. Því má segja að lítið sem ekkert ferðaverður verður á landinu fram á miðvikudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá eru gular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum í dag og á morgun. Hríðarviðvörun hefur þegar tekið gildi á Vestfjörðum og síðdegis taka gildi stormviðvaranir vestan- og sunnanlands. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum víðast hvar á landinu og vindur verður sums staðar allt að 28 m/s. Miklar raskanir urðu á flugi í gærkvöldi og í nótt vegna veðurs. Fjöldi flugvéla sat fastur á Keflavíkurflugvelli í gær og það sem af er morgni hefur engin flugvél Icelandair lent á vellinum frá Norður-Ameríku. Brottfarir hafa hins vegar verið samkvæmt áætlun í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan hvassviðri eða stormur og snjókoma um landið N-vert, slydda eða rigning A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti nálægt frostmarki, en 1 til 5 stig við S- og A-ströndina. Á miðvikudag: Norðaustan 10-18, hvasssat NV-til. Snjókoma N-lands, slydda A-lands, en annars úrkomulítið. Vægt frost, en víða frostlaust við ströndina. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil úrkoma. Hiti um og undir frostmarki. Á föstudag: Vestlæg átt og dálítil él S- og V-til, en úrkomulítið annars. Frost um mest allt land. Á laugardag: Norðvestlæg átt með éljum, einkum NA-til. Frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Útlit fyrir ákveðna sunnanátt með mildu og vætusömu veðri. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Lítið sem ekkert ferðaveður verður á landinu fram á miðvikudag. Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Gular viðvaranir eru í gildi næstu daga. Stormsins gætir einkum vestan- og norðanlands í dag en hægari vindur verður norðaustan- og austanlands. Þá helst þurrt en skafrenningur verður suðvestantil, og él og skafrennningur víða annars staðar. Búast má við samfelldri úrkomu austast, slyddu á láglendi en snjókomu til fjalla. Sjá einnig: Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Á morgun, þriðjudag, verður vindur svipaður áfram en úrkoman færist lengra vestur með norðurlandinu. „Þá ætti að vera orðið nægilega hlýtt til að úrkoma á Austurlandi falli sem rigning, slydda norðaustanlands en snjókoma þar vestur af. Áfram verður úrkomulítið á Suður- og Suðvesturlandi, en skafrenningur. Því má segja að lítið sem ekkert ferðaverður verður á landinu fram á miðvikudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá eru gular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum í dag og á morgun. Hríðarviðvörun hefur þegar tekið gildi á Vestfjörðum og síðdegis taka gildi stormviðvaranir vestan- og sunnanlands. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum víðast hvar á landinu og vindur verður sums staðar allt að 28 m/s. Miklar raskanir urðu á flugi í gærkvöldi og í nótt vegna veðurs. Fjöldi flugvéla sat fastur á Keflavíkurflugvelli í gær og það sem af er morgni hefur engin flugvél Icelandair lent á vellinum frá Norður-Ameríku. Brottfarir hafa hins vegar verið samkvæmt áætlun í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan hvassviðri eða stormur og snjókoma um landið N-vert, slydda eða rigning A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti nálægt frostmarki, en 1 til 5 stig við S- og A-ströndina. Á miðvikudag: Norðaustan 10-18, hvasssat NV-til. Snjókoma N-lands, slydda A-lands, en annars úrkomulítið. Vægt frost, en víða frostlaust við ströndina. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil úrkoma. Hiti um og undir frostmarki. Á föstudag: Vestlæg átt og dálítil él S- og V-til, en úrkomulítið annars. Frost um mest allt land. Á laugardag: Norðvestlæg átt með éljum, einkum NA-til. Frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Útlit fyrir ákveðna sunnanátt með mildu og vætusömu veðri.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira