Hverju myndir þú sjá eftir í lífinu? Bergsveinn Ólafsson skrifar 29. janúar 2020 17:47 Fráfall Kobe Bryant lét mig hugsa um dauðann, sem hræðir marga. Hvort sem við hugsum um hann eða ekki þá er hann alltaf að birtast okkur í fréttum, sögum um líf annarra, áhyggjum varðandi okkar heilsu, athyglinni okkar í umferðinni eða þegar við eigum afmæli. Við eyðum mikilli orku í að forðast dauðann og hann umlykur allt sem við gerum, ómeðvitað eða meðvitað. Hugsanir um dauðinn eru krefjandi fyrir marga þar sem hann vekur upp ótta, sársauka, rugling og stress. Dauðinn er hins vegar óumflýjanlegur hluti af tilverunni. Hann er það eina sem er víst að gerist í þessum heimi. Versta er eflaust óvissan sem fylgir honum. Við getum ekki vitað hvenær eða hvernig dauðinn mun banka á dyrnar hjá okkur og okkar nánustu. Við getum hins vegar notað dauðann til að hvetja okkur að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu. Að nýta hvert augnablik til hins ýtrasta. Að efla tengslin við vini, maka og foreldra. Að verja minni tíma í óþarfa áhyggjur. Að hætta að bíða eftir að hafa tíma í hlutina og gera þá. Að segja óttanum að halda kjafti og ganga í augun á honum. Að vera trúr sjálfum sér. Að umkringja sig fólki sem lætur sér líða vel. Að segja sannleikann. Að taka lífinu ekki of alvarlega. Að lifa hvern einasta dag eins og hann sé sá síðasti. Ég las einhvers staðar fyrir mörgum árum að við eigum tvö líf og það seinna byrjar þegar við áttum okkur á að við eigum bara eitt. Lífið er allt of stutt til að eyða því í óþarfa kjaftæði. Við getum ekki stjórnað hvenær dauðinn mun banka á dyrnar en við getum stjórnað hvort við höfum dyrnar lokaðar eða opnar þegar við erum á lífi. Dauðinn getur verið hvetjandi eða letjandi, þitt er valið. Hverju myndir þú sjá eftir í lífinu?Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andlát Kobe Bryant Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fráfall Kobe Bryant lét mig hugsa um dauðann, sem hræðir marga. Hvort sem við hugsum um hann eða ekki þá er hann alltaf að birtast okkur í fréttum, sögum um líf annarra, áhyggjum varðandi okkar heilsu, athyglinni okkar í umferðinni eða þegar við eigum afmæli. Við eyðum mikilli orku í að forðast dauðann og hann umlykur allt sem við gerum, ómeðvitað eða meðvitað. Hugsanir um dauðinn eru krefjandi fyrir marga þar sem hann vekur upp ótta, sársauka, rugling og stress. Dauðinn er hins vegar óumflýjanlegur hluti af tilverunni. Hann er það eina sem er víst að gerist í þessum heimi. Versta er eflaust óvissan sem fylgir honum. Við getum ekki vitað hvenær eða hvernig dauðinn mun banka á dyrnar hjá okkur og okkar nánustu. Við getum hins vegar notað dauðann til að hvetja okkur að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu. Að nýta hvert augnablik til hins ýtrasta. Að efla tengslin við vini, maka og foreldra. Að verja minni tíma í óþarfa áhyggjur. Að hætta að bíða eftir að hafa tíma í hlutina og gera þá. Að segja óttanum að halda kjafti og ganga í augun á honum. Að vera trúr sjálfum sér. Að umkringja sig fólki sem lætur sér líða vel. Að segja sannleikann. Að taka lífinu ekki of alvarlega. Að lifa hvern einasta dag eins og hann sé sá síðasti. Ég las einhvers staðar fyrir mörgum árum að við eigum tvö líf og það seinna byrjar þegar við áttum okkur á að við eigum bara eitt. Lífið er allt of stutt til að eyða því í óþarfa kjaftæði. Við getum ekki stjórnað hvenær dauðinn mun banka á dyrnar en við getum stjórnað hvort við höfum dyrnar lokaðar eða opnar þegar við erum á lífi. Dauðinn getur verið hvetjandi eða letjandi, þitt er valið. Hverju myndir þú sjá eftir í lífinu?Höfundur er fyrirlesari.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun