Lenging fæðingarorlofs gagnast öllum Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 29. janúar 2020 09:00 Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Fæðingarorlof Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun