Innlent

„Sú gula lætur sjá sig syðra“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er kalt á landinu þessa dagana, él fyrir norðan en bjartviðri syðra.
Það er kalt á landinu þessa dagana, él fyrir norðan en bjartviðri syðra. vísir/vilhelm

Það verður fremur hæg norðlæg átt í dag og á morgun að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Það er spá éljum um norðanvert landið „en sú gula lætur sjá sig syðra.“

Þá er kalt í veðri og frost um mest allt land. Mesta frost sem mældist í nótt var 16 stig á Þingvöllum en sums staðar við sjávarsíðuna má búast við að verði frostlaust.

„Næstu daga eru fremur hægar og kaldar norðlægar áttir ríkjandi með dálitlum éljum, en þurru og björtu veðri á sunnanverðu landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

 

Veðurhorfur á landinu:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s en norðaustan 8-13 norðvestan til. Él um norðanvert landið, einkum við ströndina, en víða léttskýjað syðra. Norðan 8-13 m/s annað kvöld. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:

Norðaustan 8-13 á Vestfjörðum en hægari norðlæg átt annarsstaðar. Skýjað um norðanvert landið og dálítil él með ströndinni, en þurrt og bjart sunnantil. Frost víða 1 til 10 stig, mest inn til landsins.

Á föstudag:

Norðlæg átt 5-13 m/s, hvassast norðaustantil. Él einkum norðaustanlands, en bjartviðri um sunnanvert landið. Frost um land allt.

Á laugardag:

Hæg norðlæg átt, þurrt og víða bjart, en norðavestan 8-13 og dálítil él norðaustantil á landinu. Herðir á frosti.

Á sunnudag:

Hæg suðlæg átt og bjart með köflum en dálítil snjókoma suðaustanlands. Áfram kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×