Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 17:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. Við hlið hans var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hefur lýst yfir stuðningi við áætlun Trump, sem Jared Kushner, tengdasonur Trump, hefur unnið að í þrjú ár. Sú áætlun felur í sér stofnun palestínsks ríkis og að höfuðborg ríkisins verði í austurhluta Jerúsalem. Hann sagði þó þar að auki að Jerúsalem yrði „óskipt höfuðborg“ Ísrael, þannig að það er ekki á ljósu enn hvort það verður. Áætlunin felur einnig í sér að yfirráðasvæði Palestínu um það bil tvöfaldast að stærð en yfirráð Ísrael yfir stórum hluta Vesturbakkans verða einnig viðurkennd. Ísraelar munu einnig samþykkja að fjölga ekki landtökubyggðum í fjögur ár á meðan viðræður standa yfir. Bandaríkin munu viðurkenna þær byggðir sem hluta af Ísrael. Trump sagði enginn þyrfti að yfirgefa heimili sitt. Hvorki Palestínumenn eða Ísraelar. Það er óljóst hvernig íbúar og stjórnendur Palestínu munu taka áætlun Trump en hún byggir að miklu leyti á efnahagsáætlun Trump fyrir Vesturbakkann og Gaza sem opinberuð var í júní. Palestínumenn höfnuðu henni. AP fréttaveitan segir fyrstu viðbrögð við áætluninni vera neikvæð. Palestínumenn saka Trump um að hylla Ísrael. Trump biðlaði sérstaklega til Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, og bað hann um að koma að samningaborðinu. Þá sagði hann að þetta væri mögulega síðasta tækifæri Palestínumanna til að eignast sjálfstætt ríki. Trump sagði einnig að það væri kominn tími til að leiðtogar Arabaríkja leiðrétti mistök þeirra frá 1948 og viðurkenni loks tilvist Ísrael. Embættismenn sem AP ræddi við segjast búast við því að áætluninni verði hafnað af Palestínumönnum, Tyrklandi og Íran. Þeir vonast þó til þess að yfirvöld Jórdaníu og Egyptalands, einu landa svæðisins sem eru með friðarsáttmála við Ísrael, hafni henni ekki. "I have done a lot for Israel."US President, Donald Trump, explains that he wants to do a lot for the Palestinian people as well as Israel "or it just wouldn't be fair".Get more on the #MiddleEastPeacePlan here: https://t.co/9tYH562CC8 pic.twitter.com/yovFMoEc4K— Sky News (@SkyNews) January 28, 2020 This is what a future State of Palestine can look like, with a capital in parts of East Jerusalem. pic.twitter.com/39vw3pPrAL— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2020 Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. Við hlið hans var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hefur lýst yfir stuðningi við áætlun Trump, sem Jared Kushner, tengdasonur Trump, hefur unnið að í þrjú ár. Sú áætlun felur í sér stofnun palestínsks ríkis og að höfuðborg ríkisins verði í austurhluta Jerúsalem. Hann sagði þó þar að auki að Jerúsalem yrði „óskipt höfuðborg“ Ísrael, þannig að það er ekki á ljósu enn hvort það verður. Áætlunin felur einnig í sér að yfirráðasvæði Palestínu um það bil tvöfaldast að stærð en yfirráð Ísrael yfir stórum hluta Vesturbakkans verða einnig viðurkennd. Ísraelar munu einnig samþykkja að fjölga ekki landtökubyggðum í fjögur ár á meðan viðræður standa yfir. Bandaríkin munu viðurkenna þær byggðir sem hluta af Ísrael. Trump sagði enginn þyrfti að yfirgefa heimili sitt. Hvorki Palestínumenn eða Ísraelar. Það er óljóst hvernig íbúar og stjórnendur Palestínu munu taka áætlun Trump en hún byggir að miklu leyti á efnahagsáætlun Trump fyrir Vesturbakkann og Gaza sem opinberuð var í júní. Palestínumenn höfnuðu henni. AP fréttaveitan segir fyrstu viðbrögð við áætluninni vera neikvæð. Palestínumenn saka Trump um að hylla Ísrael. Trump biðlaði sérstaklega til Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, og bað hann um að koma að samningaborðinu. Þá sagði hann að þetta væri mögulega síðasta tækifæri Palestínumanna til að eignast sjálfstætt ríki. Trump sagði einnig að það væri kominn tími til að leiðtogar Arabaríkja leiðrétti mistök þeirra frá 1948 og viðurkenni loks tilvist Ísrael. Embættismenn sem AP ræddi við segjast búast við því að áætluninni verði hafnað af Palestínumönnum, Tyrklandi og Íran. Þeir vonast þó til þess að yfirvöld Jórdaníu og Egyptalands, einu landa svæðisins sem eru með friðarsáttmála við Ísrael, hafni henni ekki. "I have done a lot for Israel."US President, Donald Trump, explains that he wants to do a lot for the Palestinian people as well as Israel "or it just wouldn't be fair".Get more on the #MiddleEastPeacePlan here: https://t.co/9tYH562CC8 pic.twitter.com/yovFMoEc4K— Sky News (@SkyNews) January 28, 2020 This is what a future State of Palestine can look like, with a capital in parts of East Jerusalem. pic.twitter.com/39vw3pPrAL— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2020
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56