Meiri samskipti, meiri vellíðan Guðrún Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2020 08:00 Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun