Frakklandsforseti húðskammaði ísraelskan lögreglumann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 22:47 Macron var ekki sáttur. Skjáskot/Twitter Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti ofan í við ísraelskan lögreglumann fyrir að hafa verið inni í kaþólskri kirkju á yfirráðasvæði Frakklands í Jerúsalem í dag. Forsetinn var í heimsókn í borginni í dag, en hann er staddur í Ísrael til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um fórnarlömb Helfararinnar. Athöfnin er haldin af ísraelskum stjórnvöldum. Macron var á gangi um borgina og hugðist meðal annars heimsækja kirkju heilagrar Önnu. Kirkjan er álitin undir yfirráðum Frakklands, og hefur verið það frá árinu 1856, þegar ottómanski soldáninn Abdülmecid færði hana Napóleoni þriðja að gjöf. Í myndbandi af atvikinu umrædda má sjá Macron byrsta sig við viðstadda vegna athæfis lögreglumannsins. „Vinsamlegast farðu út,“ heyrðist Macron meðal annars segja. „Gerið það, virðið reglurnar. Svona hafa þær verið um aldir. Þær munu ekki breytast með mér.“ Coup de colère de #Macron contre la police israélienne à Jérusalem. Dans les pas de Chirac en 1996 pic.twitter.com/DKP5ICThTK— Ava Djamshidi (@AvaDjamshidi) January 22, 2020 Margir hafa bent á líkindi með atvikinu og öðru sem gerðist á sama stað árið 1996. Þá taldi Jacques Chirac, þáverandi forseti Frakklands, viðveru ísraelskra öryggissveita við kirkjuna vera ögrun. Raunar hótaði hann þá að fljúga rakleiðis aftur til Frakklands, yrði málið ekki leyst eftir hans höfði. Ísraelsk lögregluyfirvöld og innanlandsleyniþjónusta Ísraels, Shin Bet, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar atviksins í dag. Þar sagði að ákveðið hefði verið að lögreglumaður og vörður á vegum leyniþjónustunnar myndu fylgja Macron inn í kirkjuna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að eftir að Macron heimsótti kirkjuna hafi hann beðist afsökunar á atvikinu og tekist í hendur við öryggisfulltrúana. Frakkland Ísrael Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti ofan í við ísraelskan lögreglumann fyrir að hafa verið inni í kaþólskri kirkju á yfirráðasvæði Frakklands í Jerúsalem í dag. Forsetinn var í heimsókn í borginni í dag, en hann er staddur í Ísrael til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um fórnarlömb Helfararinnar. Athöfnin er haldin af ísraelskum stjórnvöldum. Macron var á gangi um borgina og hugðist meðal annars heimsækja kirkju heilagrar Önnu. Kirkjan er álitin undir yfirráðum Frakklands, og hefur verið það frá árinu 1856, þegar ottómanski soldáninn Abdülmecid færði hana Napóleoni þriðja að gjöf. Í myndbandi af atvikinu umrædda má sjá Macron byrsta sig við viðstadda vegna athæfis lögreglumannsins. „Vinsamlegast farðu út,“ heyrðist Macron meðal annars segja. „Gerið það, virðið reglurnar. Svona hafa þær verið um aldir. Þær munu ekki breytast með mér.“ Coup de colère de #Macron contre la police israélienne à Jérusalem. Dans les pas de Chirac en 1996 pic.twitter.com/DKP5ICThTK— Ava Djamshidi (@AvaDjamshidi) January 22, 2020 Margir hafa bent á líkindi með atvikinu og öðru sem gerðist á sama stað árið 1996. Þá taldi Jacques Chirac, þáverandi forseti Frakklands, viðveru ísraelskra öryggissveita við kirkjuna vera ögrun. Raunar hótaði hann þá að fljúga rakleiðis aftur til Frakklands, yrði málið ekki leyst eftir hans höfði. Ísraelsk lögregluyfirvöld og innanlandsleyniþjónusta Ísraels, Shin Bet, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar atviksins í dag. Þar sagði að ákveðið hefði verið að lögreglumaður og vörður á vegum leyniþjónustunnar myndu fylgja Macron inn í kirkjuna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að eftir að Macron heimsótti kirkjuna hafi hann beðist afsökunar á atvikinu og tekist í hendur við öryggisfulltrúana.
Frakkland Ísrael Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira