Heilbrigðiskerfi fyrir alla Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 22. janúar 2020 08:00 Það skiptir okkur öll máli að heilbrigðiskerfið virki og þjónustan sé til reiðu þegar við þurfum á henni að halda. því ekki undarlegt að umræða um heilbrigðismál verði oft tilfinningaþrungin. Mikil umræða hefur farið fram um heilbrigðisþjónustu í landinu undanfarnar vikur og mikið af þeirri umræðu snúist um Bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi og vanda Landspítalans í heild. Undanfarin misseri hafa framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu á langflestum stigum verið aukin stórlega. Slíku var enda heitið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og við það hefur verið staðið. Það var líka nokkuð samdóma álit þeirra sem buðu fram í síðustu Alþingiskosningum að þörf væri á auknum framlögum til kerfisins. Menn vissu að við höfðum dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar miðað var við framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu. Við þessu hefur ríkisstjórnin brugðist með markvissum hætti. Hafin er bygging nýs Landspítala við Hringbraut eftir að margra ára þref um staðsetningu hafði tafið fyrir. Nýtt Sjúkrahótel með glæsilegri aðstöðu er risið og hefur verið tekið í notkun. Framlög til rekstrar Landspítalans frá 2017 (önnur en til bygginga og launaleiðréttinga) hafa vaxið um tólf prósent á þessum þremur árum, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingar. Framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um tæp 25 prósent. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á að lækka kostnaðarþátttöku, einkum viðkvæmustu hópanna. Þá skiptir ekki minnstu máli að nú er unnið eftir Heilbrigðisstefnu sem Alþingi samþykkti samhljóða s.l. vor. Stefnan gildir til 2030, og áhersla m.a. lögð á rétta þjónustu á réttum stað, gegnsæi í þjónustukaupum, menntun heilbrigðisstétta og aðgengi að þjónustu. Áframhaldandi uppbygging heilbrigðisþjónustu á Íslandi er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins. Öflug heilbrigðisþjónusta og aðgengi að henni á jafnræðisgrunni eru grundvallarmannréttindi. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í þá átt en auðvitað eru, og verða alltaf, eftir verkefni sem þarf að leysa. Við þurfum að halda áfram að hlú að því almannaþjónustukerfi sem heilbrigðiskerfið okkar er. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það erum við að tryggja.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það skiptir okkur öll máli að heilbrigðiskerfið virki og þjónustan sé til reiðu þegar við þurfum á henni að halda. því ekki undarlegt að umræða um heilbrigðismál verði oft tilfinningaþrungin. Mikil umræða hefur farið fram um heilbrigðisþjónustu í landinu undanfarnar vikur og mikið af þeirri umræðu snúist um Bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi og vanda Landspítalans í heild. Undanfarin misseri hafa framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu á langflestum stigum verið aukin stórlega. Slíku var enda heitið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og við það hefur verið staðið. Það var líka nokkuð samdóma álit þeirra sem buðu fram í síðustu Alþingiskosningum að þörf væri á auknum framlögum til kerfisins. Menn vissu að við höfðum dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar miðað var við framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu. Við þessu hefur ríkisstjórnin brugðist með markvissum hætti. Hafin er bygging nýs Landspítala við Hringbraut eftir að margra ára þref um staðsetningu hafði tafið fyrir. Nýtt Sjúkrahótel með glæsilegri aðstöðu er risið og hefur verið tekið í notkun. Framlög til rekstrar Landspítalans frá 2017 (önnur en til bygginga og launaleiðréttinga) hafa vaxið um tólf prósent á þessum þremur árum, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingar. Framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um tæp 25 prósent. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á að lækka kostnaðarþátttöku, einkum viðkvæmustu hópanna. Þá skiptir ekki minnstu máli að nú er unnið eftir Heilbrigðisstefnu sem Alþingi samþykkti samhljóða s.l. vor. Stefnan gildir til 2030, og áhersla m.a. lögð á rétta þjónustu á réttum stað, gegnsæi í þjónustukaupum, menntun heilbrigðisstétta og aðgengi að þjónustu. Áframhaldandi uppbygging heilbrigðisþjónustu á Íslandi er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins. Öflug heilbrigðisþjónusta og aðgengi að henni á jafnræðisgrunni eru grundvallarmannréttindi. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í þá átt en auðvitað eru, og verða alltaf, eftir verkefni sem þarf að leysa. Við þurfum að halda áfram að hlú að því almannaþjónustukerfi sem heilbrigðiskerfið okkar er. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það erum við að tryggja.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun