Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 21. janúar 2020 09:00 Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar