Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 21. janúar 2020 09:00 Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar