Dagskráin: Fótboltaveisla frá Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 06:00 Tekst Ole að koma Man Utd í úrslit Evrópudeildarinnar? vísir/getty Fótboltaveislan heldur áfram á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en alls eru fimm leikir í beinni útsendingu í dag. Við sýnum tvo leiki í Pepsi Max deild karla í dag. HK fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kórinn. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur í dag. Gestirnir úr Grafarvogi eru enn í leit að sínum fyrsta sigri og þá þurfa HK-ingar sigur til að koma sér frá fallsvæðinu. HK er sem stendur með átta stig, tveimur meira en Grótta sem situr í fallsæti. Fjölnismenn eru svo neðstir með þrjú stig. Í síðari leik dagsins mætast Víkingur og Breiðablik. Tvö lið sem vilja spila áferðafallegan fótbolta og hafa gert það með misgóðum árangri í sumar. Það má samt sem áður reikna með hörkuleik á gervigrasinu í Víkinni. Blikar sitja í 6. sæti með 14 stig og geta því jafnað bæði KR og FH að stigum með sigri. Þá eru Víkingar sæti neðar með 13 stig og myndu hoppa upp í 5. sætið með sigri í dag. Eftir síðari leik dagsins verða Pepsi Max Tilþrifin í beinni útsendingu. Að venju er það Kjartan Atli Kjartansson sem er umsjónarmaður þáttarins. Stöð 2 Sport 2 Leikur Manchester United og Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er á dagskrá klukkan 19:00. Reikna má með hörkuleik en Man Utd á harma að hefna eftir að Sevilla sló þá út úr Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Stöð 2 Sport 3 Leikur Eskilstuna og Piteå í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í dag. Aðeins einu sæti og einu stigi munar á liðunum í töflunni og því má búast við hörkuleik. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna verður einnig í beinni útsendingu. Reikna má með hörkuleik en aðeins þrjú stig eru á milli liðanna þó þau séu í 8. og 5. sæti deildarinnar. Sigur myndi koma Stjörnunni af hættusvæðinu, í bili, og að sama skapi draga Þór/KA niður í fallbaráttuna. Hér má sjá dagsrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása. Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Evrópudeild UEFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Sjá meira
Fótboltaveislan heldur áfram á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en alls eru fimm leikir í beinni útsendingu í dag. Við sýnum tvo leiki í Pepsi Max deild karla í dag. HK fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kórinn. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur í dag. Gestirnir úr Grafarvogi eru enn í leit að sínum fyrsta sigri og þá þurfa HK-ingar sigur til að koma sér frá fallsvæðinu. HK er sem stendur með átta stig, tveimur meira en Grótta sem situr í fallsæti. Fjölnismenn eru svo neðstir með þrjú stig. Í síðari leik dagsins mætast Víkingur og Breiðablik. Tvö lið sem vilja spila áferðafallegan fótbolta og hafa gert það með misgóðum árangri í sumar. Það má samt sem áður reikna með hörkuleik á gervigrasinu í Víkinni. Blikar sitja í 6. sæti með 14 stig og geta því jafnað bæði KR og FH að stigum með sigri. Þá eru Víkingar sæti neðar með 13 stig og myndu hoppa upp í 5. sætið með sigri í dag. Eftir síðari leik dagsins verða Pepsi Max Tilþrifin í beinni útsendingu. Að venju er það Kjartan Atli Kjartansson sem er umsjónarmaður þáttarins. Stöð 2 Sport 2 Leikur Manchester United og Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er á dagskrá klukkan 19:00. Reikna má með hörkuleik en Man Utd á harma að hefna eftir að Sevilla sló þá út úr Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Stöð 2 Sport 3 Leikur Eskilstuna og Piteå í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í dag. Aðeins einu sæti og einu stigi munar á liðunum í töflunni og því má búast við hörkuleik. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna verður einnig í beinni útsendingu. Reikna má með hörkuleik en aðeins þrjú stig eru á milli liðanna þó þau séu í 8. og 5. sæti deildarinnar. Sigur myndi koma Stjörnunni af hættusvæðinu, í bili, og að sama skapi draga Þór/KA niður í fallbaráttuna. Hér má sjá dagsrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása. Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Evrópudeild UEFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Sjá meira