Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Ak. 97-89 | Keflavík of stór biti fyrir Þórsara Smári Jökull Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 21:30 Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Daníel Keflavík vann sanngjarnan sigur á Þór frá Akureyri í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 97-89 en heimamenn náðu mest 26 stiga forskoti í þriðja leikhluta og sigurinn því öruggari en tölurnar segja til um. Jafnt var á með liðunum í fyrsta leikhluta og staðan 18-18 að honum loknum. Þórsarar voru svolítið villtir í sínum sóknarleik en settu niður þrista til að halda í við Keflvíkingana sem treystu eins og svo oft áður mikið á Dominykas Milka undir körfunni. Keflavík steig svo á bensíngjöfina í öðrum leikhluta. Þeir juku forskotið jafnt og þétt og í hálfleik var staðan 46-34. Heimamenn gáfu síðan enn frekar í eftir hlé. Þeir léku á als oddi í þriðja leikhluta og Þórsarar réðu ekkert við Milka og þá var Khalil Ahmad sömuleiðis sterkur. Leikurinn var í raun búinn áður en síðasti fjórðungurinn hófst. Þar tókst Þórsurum hins vegar að saxa verulega á forskot heimamanna og ekki síst fyrir tilstilli Jamal Palmer sem skoraði hvorki meira né minna en 25 stig í síðari hálfleik. Sigurinn var þó aldrei í hættu fögnuðu heimamenn verðskulduðum sigri að lokum.Af hverju vann Keflavík?Heilt yfir eru þeir með betra lið en Þór. Gestirnir réðu ekkert við Dominykas Milka frekar en önnur lið Dominos-deildarinnar og yfirburðir heimamanna voru miklir í teignum. Þeir skoruðu 52 stig gegn 30 undir körfunni og tóku 16 fleiri fráköst. Þegar Keflvíkingar náðu stjórn á leiknum áttu þeir auðvelt með að skora og Hörður Axel Vilhjálmsson stjórnar sóknarleik þeirra mjög vel. Þeir eiga mörg vopn og geta auk þess spilað afar sterka vörn sem þeir gerðu á köflum í kvöld.Þessir stóðu upp úr:Það hefur verið minnst á þátt Milka í leiknum í kvöld. 27 stig og 12 fráköst er eins og hver annar dagur á skrifstofunni hjá honum. Það var einna helst að hann væri kaldur á vítalínunni og sást vel á honum hversu ósáttur hann var þegar hann klikkaði á sínu fjórða víti. Khalil Ahmad átti mjög góða spretti og er að verða mikilvægari með hverjum leiknum. Hörður Axel er heili þessa Keflavíkurliðs og það væru öll lið til í að hafa Deane Williams í sínum röðum og hann skilar alltaf sínu.Hvað gekk illa?Þór gekk illa inni í teig og átti Terrence Motley ekki góðan leik í dag. Þá voru ekki margir eftir til að berjast við Milka og því fór sem fór. Vörn Þórsara var hriplek í dag og oft á tíðum áttu heimamenn auðvelt með að skora. Keflavík hitti ekkert sérstaklega vel úr þristunum í dag. Þá töpuðu þeir 15 boltum í sókninni sem er í meira lagi.Hvað gerist næst?Keflavík á leik í Frostaskjólinu gegn KR á KR á föstudag og sama dag fá Þórsarar Njarðvíkinga í heimsókn. Tveir mjög svo áhugaverðir leikir framundan og verður gaman að sjá Þórsara á sínum heimavelli sem þeir hafa náð að gera að ágætis gryfju.Hjalti: Við ákváðum að hafa gaman af þessuHjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur.vísir/daníelHjalti Vilhjálmsson sagði sitt lið hafa átt misjafna leikhluta í dag og var ekki ánægður með fyrsta leikhluta síns liðs í dag. „Skyldusigur og ekki skyldusigur. Maður ætlar að vinna alla leiki sem maður fer í. Við lögðum okkur fínt fram í þriðja leikhluta fannst mér og annar leikhluti var fínn. Fyrsti leikhluti var hörmulegur. Það var ekki það að við værum ekki að spila körfubolta heldur höfðum við ekki gaman af því,“ sagði Hjalti við Vísi eftir leik. „Síðan ákváðum við að hafa gaman af þessu. Þeir komu síðan með einhverja pressu í fjórða og það kom eitthvað fát. En við spiluðum ágætlega.“ Keflvíkingar náðu mest 26 stiga forskoti í þriðja leikhluta en töpuðu fjórða leikhlutanum 35-21. „Auðvitað er ég ósáttur með að menn geti ekki haldið haus og haldið áfram. Við vinnum leikinn en þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til okkar og vinna í.“ Þrátt fyrir sigurinn er Stjarnan enn með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga leik inni gegn Grindavík á morgun. „Við erum í raun ekkert að spá þannig í því. Við erum að bæta okkar leik, tökum einn leik í einu og ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Sénsinn er sá að Stjarnan tapi tveimur, við erum bara að gera okkar besta og vera tilbúnir í úrslitakeppni.“ Í vikunni halda Keflvíkingar í Frostaskjólið og leika þar við KR-inga. Síðan kemur löng pása og heimamenn eiga ekki leik næst fyrr en í byrjun mars. „Það verður hálfgert undirbúningstímabil aftur. Þeir fá eitthvað frí og svo verður keyrt aftur í gang þannig að menn séu klárir í síðustu fjóra deildarleikina og úrslitakeppni.“Lárus: Mér fannst við of litlir í okkur í kvöldLárus vildi sjá meiri baráttu hjá Þórsliðinu í kvöld.vísir/bára„Mér fannst við standa í þeim í fyrsta leikhluta og svo fannst mér þeir stjórna leiknum það sem eftir var þangað til við komum með smá endurkomu í fjórða. Mér fannst það meira vera værukærð hjá Keflavík en auðvitað héldum við áfram að berjast,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórsara þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst vanta meiri greddu í fráköstunum. Þeir voru að éta okkur í kringum teiginn,“ bætti Lárus við en Þórsarar áttu í miklum erfiðleikum með Domynikas Milka líkt og mörg önnur lið í vetur. „Eins og þetta var í kvöld þá réðum við ekkert við hann. Hann var eiginlega bara munurinn. Við náðum að komast aðeins aftur í leikinn þegar hann fór útaf.“ Þórsarar hafa verið að hirða helling af stigum undanfarið og eru í harðri fallbaráttu en jafnframt búnir að nálgast síðasta sætið í úrslitakeppninni. „Ef við ætlum að láta okkur dreyma um úrslitakeppni þá myndi ég segja að við þyrftum að vinna eitt gott lið á útivelli. Annars erum við bara að horfa á næsta leik sem er heimaleikur gegn Njarðvík sem er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur,“ en það virðist vera komin fínasta stemmning fyrir norðan og vel mætt á leiki í íþróttahöllinni á Akureyri. „Það er búin að vera mjög góð stemmning í kringum heimaleikina og hjálpa okkur gríðarlega mikið hvað áhorfendur eru duglegir að styðja við bakið á okkur. Ef þeir halda áfram að koma þá náum við vonandi að búa til alvöru heimavöll þarna fyrir norðan.“ „Við þurfum að vera þéttari fyrir gegn Njarðvík og sýna aðeins meiri greddu. Mér fannst við bara of litlir í okkur hér í kvöld,“ sagði Lárus að lokum.Williams: Við getum spilað beturDeane Williams í baráttunni með leik hjá Keflavík í vetur.Vísir/DaníelDeane Williams var rólegri en oft áður í stigaskori fyrir Keflavík í kvöld en skilaði þó sínu og vel það með 10 stig og 12 fráköst. Hann var sáttur með sigurinn gegn Þór. „Við byrjuðum frekar hægt og vorum lengi að komast inn í leikinn. Við náðum ekki tveimur stoppum í vörninni í röð þannig að það var verið að skora á víxl. Það er erfitt að spila þannig og þá eykst hraðinn. Okkar leikur er að spila hálfan völl og finna góð skot. Sigur er sigur en við getum spilað betur,“ sagði Williams við Vísi að leik loknum í kvöld. „Við hefðum átt að ná jafnari leik. Við náðum góðri forystu en misstum hana svo aðeins niður. Það er erfitt að spila gegn Þór ef þeir ná þér í einhvern hlaupaleik, þeir eru með þannig lið.“ Williams skilar alltaf sínu í vörninni og hefur vakið athygli í vetur fyrir vörðu skotin sín sem nær oft með tilþrifum. Hann sagði að menn yrðu að halda einbeitingu allan leikinn ef þeir ætli að halda áfram að vinna leiki. „Ef við missum hausinn eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá töpum við leikjum. Þegar við fundum okkar leik og náðum áhlaupinu þá tókum við frumkvæðið og héldum forystunni út leikinn,“ sagði Williams að lokum. Dominos-deild karla
Keflavík vann sanngjarnan sigur á Þór frá Akureyri í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 97-89 en heimamenn náðu mest 26 stiga forskoti í þriðja leikhluta og sigurinn því öruggari en tölurnar segja til um. Jafnt var á með liðunum í fyrsta leikhluta og staðan 18-18 að honum loknum. Þórsarar voru svolítið villtir í sínum sóknarleik en settu niður þrista til að halda í við Keflvíkingana sem treystu eins og svo oft áður mikið á Dominykas Milka undir körfunni. Keflavík steig svo á bensíngjöfina í öðrum leikhluta. Þeir juku forskotið jafnt og þétt og í hálfleik var staðan 46-34. Heimamenn gáfu síðan enn frekar í eftir hlé. Þeir léku á als oddi í þriðja leikhluta og Þórsarar réðu ekkert við Milka og þá var Khalil Ahmad sömuleiðis sterkur. Leikurinn var í raun búinn áður en síðasti fjórðungurinn hófst. Þar tókst Þórsurum hins vegar að saxa verulega á forskot heimamanna og ekki síst fyrir tilstilli Jamal Palmer sem skoraði hvorki meira né minna en 25 stig í síðari hálfleik. Sigurinn var þó aldrei í hættu fögnuðu heimamenn verðskulduðum sigri að lokum.Af hverju vann Keflavík?Heilt yfir eru þeir með betra lið en Þór. Gestirnir réðu ekkert við Dominykas Milka frekar en önnur lið Dominos-deildarinnar og yfirburðir heimamanna voru miklir í teignum. Þeir skoruðu 52 stig gegn 30 undir körfunni og tóku 16 fleiri fráköst. Þegar Keflvíkingar náðu stjórn á leiknum áttu þeir auðvelt með að skora og Hörður Axel Vilhjálmsson stjórnar sóknarleik þeirra mjög vel. Þeir eiga mörg vopn og geta auk þess spilað afar sterka vörn sem þeir gerðu á köflum í kvöld.Þessir stóðu upp úr:Það hefur verið minnst á þátt Milka í leiknum í kvöld. 27 stig og 12 fráköst er eins og hver annar dagur á skrifstofunni hjá honum. Það var einna helst að hann væri kaldur á vítalínunni og sást vel á honum hversu ósáttur hann var þegar hann klikkaði á sínu fjórða víti. Khalil Ahmad átti mjög góða spretti og er að verða mikilvægari með hverjum leiknum. Hörður Axel er heili þessa Keflavíkurliðs og það væru öll lið til í að hafa Deane Williams í sínum röðum og hann skilar alltaf sínu.Hvað gekk illa?Þór gekk illa inni í teig og átti Terrence Motley ekki góðan leik í dag. Þá voru ekki margir eftir til að berjast við Milka og því fór sem fór. Vörn Þórsara var hriplek í dag og oft á tíðum áttu heimamenn auðvelt með að skora. Keflavík hitti ekkert sérstaklega vel úr þristunum í dag. Þá töpuðu þeir 15 boltum í sókninni sem er í meira lagi.Hvað gerist næst?Keflavík á leik í Frostaskjólinu gegn KR á KR á föstudag og sama dag fá Þórsarar Njarðvíkinga í heimsókn. Tveir mjög svo áhugaverðir leikir framundan og verður gaman að sjá Þórsara á sínum heimavelli sem þeir hafa náð að gera að ágætis gryfju.Hjalti: Við ákváðum að hafa gaman af þessuHjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur.vísir/daníelHjalti Vilhjálmsson sagði sitt lið hafa átt misjafna leikhluta í dag og var ekki ánægður með fyrsta leikhluta síns liðs í dag. „Skyldusigur og ekki skyldusigur. Maður ætlar að vinna alla leiki sem maður fer í. Við lögðum okkur fínt fram í þriðja leikhluta fannst mér og annar leikhluti var fínn. Fyrsti leikhluti var hörmulegur. Það var ekki það að við værum ekki að spila körfubolta heldur höfðum við ekki gaman af því,“ sagði Hjalti við Vísi eftir leik. „Síðan ákváðum við að hafa gaman af þessu. Þeir komu síðan með einhverja pressu í fjórða og það kom eitthvað fát. En við spiluðum ágætlega.“ Keflvíkingar náðu mest 26 stiga forskoti í þriðja leikhluta en töpuðu fjórða leikhlutanum 35-21. „Auðvitað er ég ósáttur með að menn geti ekki haldið haus og haldið áfram. Við vinnum leikinn en þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til okkar og vinna í.“ Þrátt fyrir sigurinn er Stjarnan enn með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga leik inni gegn Grindavík á morgun. „Við erum í raun ekkert að spá þannig í því. Við erum að bæta okkar leik, tökum einn leik í einu og ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Sénsinn er sá að Stjarnan tapi tveimur, við erum bara að gera okkar besta og vera tilbúnir í úrslitakeppni.“ Í vikunni halda Keflvíkingar í Frostaskjólið og leika þar við KR-inga. Síðan kemur löng pása og heimamenn eiga ekki leik næst fyrr en í byrjun mars. „Það verður hálfgert undirbúningstímabil aftur. Þeir fá eitthvað frí og svo verður keyrt aftur í gang þannig að menn séu klárir í síðustu fjóra deildarleikina og úrslitakeppni.“Lárus: Mér fannst við of litlir í okkur í kvöldLárus vildi sjá meiri baráttu hjá Þórsliðinu í kvöld.vísir/bára„Mér fannst við standa í þeim í fyrsta leikhluta og svo fannst mér þeir stjórna leiknum það sem eftir var þangað til við komum með smá endurkomu í fjórða. Mér fannst það meira vera værukærð hjá Keflavík en auðvitað héldum við áfram að berjast,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórsara þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst vanta meiri greddu í fráköstunum. Þeir voru að éta okkur í kringum teiginn,“ bætti Lárus við en Þórsarar áttu í miklum erfiðleikum með Domynikas Milka líkt og mörg önnur lið í vetur. „Eins og þetta var í kvöld þá réðum við ekkert við hann. Hann var eiginlega bara munurinn. Við náðum að komast aðeins aftur í leikinn þegar hann fór útaf.“ Þórsarar hafa verið að hirða helling af stigum undanfarið og eru í harðri fallbaráttu en jafnframt búnir að nálgast síðasta sætið í úrslitakeppninni. „Ef við ætlum að láta okkur dreyma um úrslitakeppni þá myndi ég segja að við þyrftum að vinna eitt gott lið á útivelli. Annars erum við bara að horfa á næsta leik sem er heimaleikur gegn Njarðvík sem er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur,“ en það virðist vera komin fínasta stemmning fyrir norðan og vel mætt á leiki í íþróttahöllinni á Akureyri. „Það er búin að vera mjög góð stemmning í kringum heimaleikina og hjálpa okkur gríðarlega mikið hvað áhorfendur eru duglegir að styðja við bakið á okkur. Ef þeir halda áfram að koma þá náum við vonandi að búa til alvöru heimavöll þarna fyrir norðan.“ „Við þurfum að vera þéttari fyrir gegn Njarðvík og sýna aðeins meiri greddu. Mér fannst við bara of litlir í okkur hér í kvöld,“ sagði Lárus að lokum.Williams: Við getum spilað beturDeane Williams í baráttunni með leik hjá Keflavík í vetur.Vísir/DaníelDeane Williams var rólegri en oft áður í stigaskori fyrir Keflavík í kvöld en skilaði þó sínu og vel það með 10 stig og 12 fráköst. Hann var sáttur með sigurinn gegn Þór. „Við byrjuðum frekar hægt og vorum lengi að komast inn í leikinn. Við náðum ekki tveimur stoppum í vörninni í röð þannig að það var verið að skora á víxl. Það er erfitt að spila þannig og þá eykst hraðinn. Okkar leikur er að spila hálfan völl og finna góð skot. Sigur er sigur en við getum spilað betur,“ sagði Williams við Vísi að leik loknum í kvöld. „Við hefðum átt að ná jafnari leik. Við náðum góðri forystu en misstum hana svo aðeins niður. Það er erfitt að spila gegn Þór ef þeir ná þér í einhvern hlaupaleik, þeir eru með þannig lið.“ Williams skilar alltaf sínu í vörninni og hefur vakið athygli í vetur fyrir vörðu skotin sín sem nær oft með tilþrifum. Hann sagði að menn yrðu að halda einbeitingu allan leikinn ef þeir ætli að halda áfram að vinna leiki. „Ef við missum hausinn eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá töpum við leikjum. Þegar við fundum okkar leik og náðum áhlaupinu þá tókum við frumkvæðið og héldum forystunni út leikinn,“ sagði Williams að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum