Áskoranir ríkisfjölmiðla á umbrotatímum Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 5. febrúar 2020 11:00 Í síðustu viku bárust fréttir af því að 4.500 starfsmönnum á fréttadeildum BBC í Bretlandi hafi verið sagt upp störfum. Á árinu 2018 bárust fregnir af því að Danmarks Radio þyrfti að skera niður í starfsemi sinni um 20% á næstu fimm árum. Miklar umræður eru nú í löndunum í kringum okkur um stöðu og hlutverk almannaþjónustumiðla í sífellt harðnandi alþjóðasamkeppni. Ég hef bent á það í tveimur nýbirtum greinum að staðan er hvorki björt fyrir blaða- og fréttamiðla, sem hafa misst stóran hluta auglýsingatekna sinna til Facebook og Google, né fyrir evrópskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur sem eru í mikilli samkeppni við alþjóðlegar efnisveitur sem geta boðið upp á umtalsvert magn áhugaverðs efnis. Það er ekki nema von að spurt sé um stöðu og framtíð almannamiðla á fjölmiðlamarkaði í þessari þróun. Fjölmiðlamiðað velferðarríki? Norrænir fjölmiðlar í almannaþágu voru í upphafi síðustu aldar settir á stofn á grundvelli sjónarmiða um að stjórnvöld hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í að upplýsa og mennta almenning með sama hætti og stjórnvöld ættu að bjóða upp á fría heilbrigðisþjónustu og ókeypis menntakerfi almenningi til heilla. Þessi hugmyndafræði um hlutverk stjórnvalda við að tryggja fjölmiðlun í almannaþágu hefur verið nefnd „medial välfärdsstat“ á sænsku og „media welfare state“ á ensku, sem gæti útlagst sem „fjölmiðlamiðað velferðarríki“ á íslensku. Vaxandi hópur almennings hefur færst frá þessari hugmyndafræði 20. aldar og telur að fjölmiðlun eigi að vera í höndum einkamiðla og að almenningur eigi sjálfur að eiga val um að greiða fyrir þær fréttir og þá afþreyingu sem hann kýs. Hver á að sinna lýðræðishlutverkinu? Fjölmiðlar í almannaþágu í Evrópu standa nú á krossgötum. Mikil og hröð fækkun blaða- og fréttamanna á einkareknum fréttamiðlum gerir það að verkum að slíkir miðlar eiga sífellt erfiðara með að fjármagna mikilvæga rannsóknarblaðamennsku og sinna veigamiklu aðhaldshlutverki sem nauðsynlegt er í sérhverju lýðræðisríki. Fækkun blaðamanna í nágrannaríkjum okkar hefur verið 25-50% síðastliðinn áratug og ekki sér fyrir endann á þessari þróun. Á sama tíma verða raddir æ háværari um að ríkisfjölmiðlarnir lifi sínu eigin verndaða lífi og þurfi ekki að fara í blóðugar aðhaldsaðgerðir líkt og einkareknu miðlarnir. Ríkismiðlarnir benda aftur á móti á að í harðnandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi sé ef til vill enn nauðsynlegra að tryggja að a.m.k. ríkisfjölmiðlarnir hafi fjárhagslega getu til að sinna lýðræðis-, samfélags- og menningarhlutverki sínu. Ekki sér fyrir endann á þróuninni í þeim efnum. Traust fjölmiðla fer minnkandi Þó að ríkisfjölmiðlar í Norður-Evrópu njóti almennt mikils trausts meðal almennings fer sá hópur stækkandi sem telur að slíkir fjölmiðlar séu að draga taum ákveðinna sjónarmiða og uppfylli þess vegna ekki almannaþjónustuhlutverk sitt um að sýna vandvirkni og hlutlægni í fréttum og dagskrárefni. Þessi þróun á sér stað alls staðar í kringum okkur vegna þess að gjáin milli hópa með andstæðar pólitískar skoðanir er sífellt að stækka. Sá fjölmiðlamarkaður þar sem gjáin er almennt talin breiðust nú um stundir er Bandaríkin. Þetta hefur leitt til þess að traust almennings á fjölmiðlum fer minnkandi. Það er stór áskorun fyrir fjölmiðla í almannaþágu sem fjármagnaðir eru með ríkisstyrkjum að vinna traust almennings á slíkum umbrotatímum og réttlæta áframhaldandi tilvist sína. Brotakenndur fjölmiðlamarkaður Fjölmiðlum í almannaþágu er ætlað að ná til allra landsmanna með fjölbreyttu efni. En fjölmiðlanotkun hefur tekið miklum breytingum og dreifileiðir efnis eru nú fjölmargar. Ólíkir aldurshópar nálgast fréttir og myndefni með afar ólíkum hætti. Jafnframt er mikilvægt að hafa í huga að í nýlegri rannsókn sem gerð var á fréttanotkun á heimsvísu sögðu 29% aðspurðra að þeir forðuðust fréttir. Á sama tíma fjölgar þeim ört sem tala önnur tungumál og koma úr öðrum menningarheimum í álfunni. Nú búa um 50 þúsund erlendir ríkisborgarar á Íslandi og mikilvægt að ná með ólíkum hætti til fjölbreyttra hópa hér á landi. Ljóst er að það er mikil áskorun fyrir fjölmiðla í almannaþágu að sinna lögbundnu hlutverki sínu á æ brotakenndari fjölmiðlamarkaði. Þá er vandséð hvernig þeir geti gegnt því sameiningarhlutverki sem þeim hefur verið ætlað síðustu áratugina. Sú aðferð ríkisfjölmiðla að bjóða mikið magn efnis sem ætlað er að mæta þörfum allra í samfélaginu verður sífellt erfiðari. Miðlar eins og BBC leggja því aukna áherslu á að einstaklingsmiða efni og aðlaga efnisframboð sitt og miðlunarleiðir að breyttum þörfum notenda sinna. Þrátt fyrir það virðast ákveðnir hópar nýta sér efni miðlanna lítið eða ekkert. Hvaða upplýsingum er hægt að treysta? Ólíkir hagsmunaaðilar og stjórnvöld ýmissa ríkja eru nú í auknum mæli farin að dreifa falsfréttum og stuðla að upplýsingaóreiðu. Slík dreifing hefur neikvæð áhrif á upplýsta umræðu og ýtir undir sundrungu í samfélagslegri umræðu. Vandasamt er að bregðast við ógnunum af slíku tagi sem krefjast mismunandi viðbragða. Þar sem fjölmiðlar í almannaþágu í Norður-Evrópu njóta almennt mikils trausts hafa þeir flestir fengið það vandasama hlutverk að stuðla að því að almenningur sé gagnrýninn á upplýsingar og viti hvaða heimildum er hægt að treysta. En þetta hlutverk verður sífellt vandasamara þegar traust til slíkra miðla minnkar, fjármögnun dregst saman og notendur leita í auknum mæli til annarra miðla. Hvert er hlutverk ríkisfjölmiðla á 21. öldinni? Hafa þarf í huga að framleiðsla sjónvarpsefnis kostar það sama hvort sem um er að ræða 350 þúsund manna markað eða 350 milljóna markað. Það sama er að segja um kostnað við öfluga blaða- og fréttamennsku, þar sem krafist er svara við áleitnum spurningum og upplýst er um mikilvæg málefni sem varða almenning allan. Með minnkandi tekjum á fjölmiðlamarkaði standa forsvarsmenn fjölmiðla og stjórnvöld frammi fyrir mikilvægum spurningum um framtíð fjölmiðla. Það þarf stefnumótun og framtíðarsýn til að tryggja fjölbreytta flóru sjálfstæðra og öflugra fjölmiðla. Vegna þeirra öru breytinga sem eiga sér stað á fjölmiðlamarkaði er nauðsynlegt að hefja faglega og málefnalega umræðu um hlutverk og skyldur almannamiðla á slíkum umbrotatímum líkt og nú þegar er gert í helstu nágrannaríkjum Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hver er framtíð íslenskra sjónvarpsstöðva og streymisveitna? Árið 2008 lét Jim Keyes forstjóri myndbandaleigunnar Blockbuster í Bandaríkjunum hafa það eftir sér að Netflix væri ekki einu sinni á radar fyrirtækisins sem hugsanlegur samkeppnisaðili. 30. janúar 2020 11:00 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust fréttir af því að 4.500 starfsmönnum á fréttadeildum BBC í Bretlandi hafi verið sagt upp störfum. Á árinu 2018 bárust fregnir af því að Danmarks Radio þyrfti að skera niður í starfsemi sinni um 20% á næstu fimm árum. Miklar umræður eru nú í löndunum í kringum okkur um stöðu og hlutverk almannaþjónustumiðla í sífellt harðnandi alþjóðasamkeppni. Ég hef bent á það í tveimur nýbirtum greinum að staðan er hvorki björt fyrir blaða- og fréttamiðla, sem hafa misst stóran hluta auglýsingatekna sinna til Facebook og Google, né fyrir evrópskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur sem eru í mikilli samkeppni við alþjóðlegar efnisveitur sem geta boðið upp á umtalsvert magn áhugaverðs efnis. Það er ekki nema von að spurt sé um stöðu og framtíð almannamiðla á fjölmiðlamarkaði í þessari þróun. Fjölmiðlamiðað velferðarríki? Norrænir fjölmiðlar í almannaþágu voru í upphafi síðustu aldar settir á stofn á grundvelli sjónarmiða um að stjórnvöld hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í að upplýsa og mennta almenning með sama hætti og stjórnvöld ættu að bjóða upp á fría heilbrigðisþjónustu og ókeypis menntakerfi almenningi til heilla. Þessi hugmyndafræði um hlutverk stjórnvalda við að tryggja fjölmiðlun í almannaþágu hefur verið nefnd „medial välfärdsstat“ á sænsku og „media welfare state“ á ensku, sem gæti útlagst sem „fjölmiðlamiðað velferðarríki“ á íslensku. Vaxandi hópur almennings hefur færst frá þessari hugmyndafræði 20. aldar og telur að fjölmiðlun eigi að vera í höndum einkamiðla og að almenningur eigi sjálfur að eiga val um að greiða fyrir þær fréttir og þá afþreyingu sem hann kýs. Hver á að sinna lýðræðishlutverkinu? Fjölmiðlar í almannaþágu í Evrópu standa nú á krossgötum. Mikil og hröð fækkun blaða- og fréttamanna á einkareknum fréttamiðlum gerir það að verkum að slíkir miðlar eiga sífellt erfiðara með að fjármagna mikilvæga rannsóknarblaðamennsku og sinna veigamiklu aðhaldshlutverki sem nauðsynlegt er í sérhverju lýðræðisríki. Fækkun blaðamanna í nágrannaríkjum okkar hefur verið 25-50% síðastliðinn áratug og ekki sér fyrir endann á þessari þróun. Á sama tíma verða raddir æ háværari um að ríkisfjölmiðlarnir lifi sínu eigin verndaða lífi og þurfi ekki að fara í blóðugar aðhaldsaðgerðir líkt og einkareknu miðlarnir. Ríkismiðlarnir benda aftur á móti á að í harðnandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi sé ef til vill enn nauðsynlegra að tryggja að a.m.k. ríkisfjölmiðlarnir hafi fjárhagslega getu til að sinna lýðræðis-, samfélags- og menningarhlutverki sínu. Ekki sér fyrir endann á þróuninni í þeim efnum. Traust fjölmiðla fer minnkandi Þó að ríkisfjölmiðlar í Norður-Evrópu njóti almennt mikils trausts meðal almennings fer sá hópur stækkandi sem telur að slíkir fjölmiðlar séu að draga taum ákveðinna sjónarmiða og uppfylli þess vegna ekki almannaþjónustuhlutverk sitt um að sýna vandvirkni og hlutlægni í fréttum og dagskrárefni. Þessi þróun á sér stað alls staðar í kringum okkur vegna þess að gjáin milli hópa með andstæðar pólitískar skoðanir er sífellt að stækka. Sá fjölmiðlamarkaður þar sem gjáin er almennt talin breiðust nú um stundir er Bandaríkin. Þetta hefur leitt til þess að traust almennings á fjölmiðlum fer minnkandi. Það er stór áskorun fyrir fjölmiðla í almannaþágu sem fjármagnaðir eru með ríkisstyrkjum að vinna traust almennings á slíkum umbrotatímum og réttlæta áframhaldandi tilvist sína. Brotakenndur fjölmiðlamarkaður Fjölmiðlum í almannaþágu er ætlað að ná til allra landsmanna með fjölbreyttu efni. En fjölmiðlanotkun hefur tekið miklum breytingum og dreifileiðir efnis eru nú fjölmargar. Ólíkir aldurshópar nálgast fréttir og myndefni með afar ólíkum hætti. Jafnframt er mikilvægt að hafa í huga að í nýlegri rannsókn sem gerð var á fréttanotkun á heimsvísu sögðu 29% aðspurðra að þeir forðuðust fréttir. Á sama tíma fjölgar þeim ört sem tala önnur tungumál og koma úr öðrum menningarheimum í álfunni. Nú búa um 50 þúsund erlendir ríkisborgarar á Íslandi og mikilvægt að ná með ólíkum hætti til fjölbreyttra hópa hér á landi. Ljóst er að það er mikil áskorun fyrir fjölmiðla í almannaþágu að sinna lögbundnu hlutverki sínu á æ brotakenndari fjölmiðlamarkaði. Þá er vandséð hvernig þeir geti gegnt því sameiningarhlutverki sem þeim hefur verið ætlað síðustu áratugina. Sú aðferð ríkisfjölmiðla að bjóða mikið magn efnis sem ætlað er að mæta þörfum allra í samfélaginu verður sífellt erfiðari. Miðlar eins og BBC leggja því aukna áherslu á að einstaklingsmiða efni og aðlaga efnisframboð sitt og miðlunarleiðir að breyttum þörfum notenda sinna. Þrátt fyrir það virðast ákveðnir hópar nýta sér efni miðlanna lítið eða ekkert. Hvaða upplýsingum er hægt að treysta? Ólíkir hagsmunaaðilar og stjórnvöld ýmissa ríkja eru nú í auknum mæli farin að dreifa falsfréttum og stuðla að upplýsingaóreiðu. Slík dreifing hefur neikvæð áhrif á upplýsta umræðu og ýtir undir sundrungu í samfélagslegri umræðu. Vandasamt er að bregðast við ógnunum af slíku tagi sem krefjast mismunandi viðbragða. Þar sem fjölmiðlar í almannaþágu í Norður-Evrópu njóta almennt mikils trausts hafa þeir flestir fengið það vandasama hlutverk að stuðla að því að almenningur sé gagnrýninn á upplýsingar og viti hvaða heimildum er hægt að treysta. En þetta hlutverk verður sífellt vandasamara þegar traust til slíkra miðla minnkar, fjármögnun dregst saman og notendur leita í auknum mæli til annarra miðla. Hvert er hlutverk ríkisfjölmiðla á 21. öldinni? Hafa þarf í huga að framleiðsla sjónvarpsefnis kostar það sama hvort sem um er að ræða 350 þúsund manna markað eða 350 milljóna markað. Það sama er að segja um kostnað við öfluga blaða- og fréttamennsku, þar sem krafist er svara við áleitnum spurningum og upplýst er um mikilvæg málefni sem varða almenning allan. Með minnkandi tekjum á fjölmiðlamarkaði standa forsvarsmenn fjölmiðla og stjórnvöld frammi fyrir mikilvægum spurningum um framtíð fjölmiðla. Það þarf stefnumótun og framtíðarsýn til að tryggja fjölbreytta flóru sjálfstæðra og öflugra fjölmiðla. Vegna þeirra öru breytinga sem eiga sér stað á fjölmiðlamarkaði er nauðsynlegt að hefja faglega og málefnalega umræðu um hlutverk og skyldur almannamiðla á slíkum umbrotatímum líkt og nú þegar er gert í helstu nágrannaríkjum Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.
Hver er framtíð íslenskra sjónvarpsstöðva og streymisveitna? Árið 2008 lét Jim Keyes forstjóri myndbandaleigunnar Blockbuster í Bandaríkjunum hafa það eftir sér að Netflix væri ekki einu sinni á radar fyrirtækisins sem hugsanlegur samkeppnisaðili. 30. janúar 2020 11:00
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun