Körfubolti

Fjölmennustu leikmannaskipti í NBA-deildinni í næstum því tuttugu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clint Capela spilaði í Laugardalshöllinni síðasta haust en er nú farinn frá Houston Rockets til Atlanta Hawks.
Clint Capela spilaði í Laugardalshöllinni síðasta haust en er nú farinn frá Houston Rockets til Atlanta Hawks. Getty/Bill Baptist

Fjögur NBA-lið komu sér saman um að skipta á alls tólf leikmönnum í nótt en stóru nöfnin í skiptunum voru þeir Clint Capela og Robert Covington.

Þetta er í fyrsta sinn í næstum því tuttugu ár þar sem tólf leikmenn fara á milli liða í sömu leikmannaskiptunum. Félögin sem koma að þessum skiptum eru Houston Rockets, Minnesota Timberwolves, Atlanta Hawks og Denver Nuggets.



Robert Covington fer frá Minnesota til Houston Rockets og Clint Capela fer frá Houston til Atlanta Hawks en Atlanta fær líka Nene frá Houston Rockets og valrétt í fyrstu umferð. Denver fær Shabazz Napier, Keita Bates-Diop, Noah Vonleh og Gerald Green en sá síðastnefndi er meiddur. Denver fær einnig valrétt.

Minnesota Timberwolves fær tvo valrétti í fyrstu umferð en Minnesota fær líka þá Malik Beasley, Juancho Hernangomez og Jarred Vanderbilt frá Denver og Evan Turner frá Atlanta.

Houston Rockets fær auk Covington valrétt í annarri umferð 2024 sem kemur upphaflega frá Golden State Warriors. Houston losar líka pláss undir launaþakinu og er líklegt til að bæta við manni áður en glugginn lokar.



Þetta eru fjölmennustu leikmannaskiptin síðan árið 2000 þegar Patrick Ewing fór frá New York Knicks til Seattle Supersonics en það má sjá öll þau skipti hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×