Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 06:32 Vörður stendur vaktina við Sjúkrahús Margrétar prinsessu í Hong Kong, þar sem 39 ára karlmaður lést af völdum Wuhan-veirunnar. Vísir/EPA Stjórnvöld í Hong Kong hafa staðfest fyrsta andlátið í sjálfsstjórnarhéraðinu af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum. Tvö andlát vegna veirunnar hafa nú verið skráð utan meginlands Kína. Um helgina lést karlmaður á Filippseyjum og í nótt greindu fjölmiðlar í Hong Kong frá andláti 39 ára karlmanns. Maðurinn var með undirliggjandi, langvinnan sjúkdóm og dvaldi í tvo daga í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín, í janúar. Hann greindist með veiruna 31. janúar og var á þeim tímapunkti þrettánda staðfesta tilfellið í Hong Kong. Alls hafa fimmtán greinst með veiruna í sjálfsstjórnarhéraðinu og yfir 150 tilfelli eru staðfest utan Kína. Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað að fullu til að hefta útbreiðslu veirunnar og tryggja öryggi stéttarinnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans lögðu niður störf í gær vegna þessa og verkföll héldu áfram í dag. Yfirvöld í Hong Kong hafa að hluta gengið að kröfum stéttarinnar. Öllum nema tveimur leiðum inn í Hong Kong frá Kína á láði og legi hefur nú verið lokað. Þá hefur þjónusta á sjúkrahúsum verið skert í gær og í dag vegna verkfallanna. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Yfirvöld tilkynntu í gær að hrint yrði af stað átaki í viðleitni til að loka slíkum mörkuðum, sem víða eru starfræktir ólöglega í Kína. Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30 Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong hafa staðfest fyrsta andlátið í sjálfsstjórnarhéraðinu af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum. Tvö andlát vegna veirunnar hafa nú verið skráð utan meginlands Kína. Um helgina lést karlmaður á Filippseyjum og í nótt greindu fjölmiðlar í Hong Kong frá andláti 39 ára karlmanns. Maðurinn var með undirliggjandi, langvinnan sjúkdóm og dvaldi í tvo daga í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín, í janúar. Hann greindist með veiruna 31. janúar og var á þeim tímapunkti þrettánda staðfesta tilfellið í Hong Kong. Alls hafa fimmtán greinst með veiruna í sjálfsstjórnarhéraðinu og yfir 150 tilfelli eru staðfest utan Kína. Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað að fullu til að hefta útbreiðslu veirunnar og tryggja öryggi stéttarinnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans lögðu niður störf í gær vegna þessa og verkföll héldu áfram í dag. Yfirvöld í Hong Kong hafa að hluta gengið að kröfum stéttarinnar. Öllum nema tveimur leiðum inn í Hong Kong frá Kína á láði og legi hefur nú verið lokað. Þá hefur þjónusta á sjúkrahúsum verið skert í gær og í dag vegna verkfallanna. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Yfirvöld tilkynntu í gær að hrint yrði af stað átaki í viðleitni til að loka slíkum mörkuðum, sem víða eru starfræktir ólöglega í Kína.
Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30 Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30
Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17
Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02
Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42