Sæði íslenskra karla í fyrsta sæðisbankanum aðallega hugsað fyrir útlenskar fjölskyldur Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 12:30 Íslenskir karlmenn munu nú í febrúar geta gefið sæði í sérstakan sæðisbanka hér á landi í fyrsta sinn. Íslenska sæðið er fyrst og fremst hugsað fyrir fjölskyldur erlendis. Þá verður að gæta vel að fjölbreytileika innan sæðisbanka í jafnlitlu samfélagi og á Íslandi. Eggja- og sæðisgjöf hefur tíðkast lengi hér á landi. Sæðisgjöf, þar sem valið er úr sæðisbanka, hefur verið notuð frá 1991, en einungis með sæði frá Danmörku. Þá hafa íslenskar konur gefið egg frá 1998 og nú í febrúar munu íslenskir karlmenn einnig geta gefið sæði í formlegan sæðisbanka. Samnorræna tæknifrjóvgunarmeðferðastöðin Livio stendur að sæðisbankanum sem er til húsa í Glæsibæ í Reykjavík. Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio, segir að þetta hafi aldrei áður staðið íslenskum körlum til boða. „Það hefur verið möguleiki lögum samkvæmt að gefa bæði egg og sæði, sæðisgjafir hafa verið til staðar í litlu magni og hafa þá verið persónulega tengdir gjafar. En að búa til sæðisbanka og gefa inn í eitthvað svona stærra mengi og láta gott af sér leiða þannig hefur hingað til ekki verið mögulegt fyrir íslenska karlmenn.“ Sjö þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf Snorri segir að nú í febrúar vonist Livio jafnframt til að fá enn fleiri konur til að gefa egg, innleiða betri meðferðir og frekari skoðanir með tilliti til erfðaþátta. Eftirspurnin eftir gjafaeggjum og -sæði sé ætíð meiri en framboðið og breytingarnar nú komi vonandi til með að svara þörfinni betur. Þá sé sæði íslensku gjafanna helst hugsað fyrir fjölskyldur erlendis. „Núna viljum við kannski hjálpa til að gefa svolítið til baka, þannig að við getum þegið sæði erlendis frá en íslenskir karlmenn geta líka gefið að mestu leyti kannski út, á sama hátt og konurnar.“ Tæknifrjóvgun með gjafakynfrumum hefur lengi tíðkast á Íslandi.Vísir/getty Samfélagið á Íslandi er lítið og reynt er eftir fremsta megni að gæta þess að fjölbreytni í bankanum verði eins mikil og unnt er. Þannig má sæðisgjafi að hámarki gefa sæði til tveggja fjölskyldna á Íslandi samkvæmt lögum og einnig verður fylgst með skyldleika. „Á milli gjafa og þega, þá er þetta nafnlaust þannig að það er þá í okkar verkahring að sjá til þess að það sé ekki einhver skyldleiki til staðar,“ segir Snorri. Í þessu samhengi mælir Livio einnig með því að sæðisgjafar séu opnir um málið við sína nánustu. Sæðisgjafar þurfa að vera 23 ára eða eldri, og yngri en 45 ára. Á milli fimm til tíu prósent gjafa eru samþykktir og fá þeir greiddar sjö þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf. Konur fá hins vegar 150 þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf en munurinn stafar af því að eggjagjöf, sem felur í sér hormónameðferð og litla aðgerð, er töluvert flóknara ferli en sæðisgjöf. Áhugasamir sæðisgjafar geta fyllt út umsókn á vef Livio, þar sem einnig er að finna helstu upplýsingar um ferlið. Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mikilvægt að losa sig við skömmina sem fylgir ófrjósemi Björn Gunnar Rafnsson var 29 ára gamall þegar hann komst að því að hann ætti við ófrjósemisvandamál að stríða. Hann segir að ófrjósemisvandi karla sé allt of mikið feimnismál. 13. nóvember 2019 11:30 "Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli landans fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og fjallaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. 14. ágúst 2019 10:33 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Íslenskir karlmenn munu nú í febrúar geta gefið sæði í sérstakan sæðisbanka hér á landi í fyrsta sinn. Íslenska sæðið er fyrst og fremst hugsað fyrir fjölskyldur erlendis. Þá verður að gæta vel að fjölbreytileika innan sæðisbanka í jafnlitlu samfélagi og á Íslandi. Eggja- og sæðisgjöf hefur tíðkast lengi hér á landi. Sæðisgjöf, þar sem valið er úr sæðisbanka, hefur verið notuð frá 1991, en einungis með sæði frá Danmörku. Þá hafa íslenskar konur gefið egg frá 1998 og nú í febrúar munu íslenskir karlmenn einnig geta gefið sæði í formlegan sæðisbanka. Samnorræna tæknifrjóvgunarmeðferðastöðin Livio stendur að sæðisbankanum sem er til húsa í Glæsibæ í Reykjavík. Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio, segir að þetta hafi aldrei áður staðið íslenskum körlum til boða. „Það hefur verið möguleiki lögum samkvæmt að gefa bæði egg og sæði, sæðisgjafir hafa verið til staðar í litlu magni og hafa þá verið persónulega tengdir gjafar. En að búa til sæðisbanka og gefa inn í eitthvað svona stærra mengi og láta gott af sér leiða þannig hefur hingað til ekki verið mögulegt fyrir íslenska karlmenn.“ Sjö þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf Snorri segir að nú í febrúar vonist Livio jafnframt til að fá enn fleiri konur til að gefa egg, innleiða betri meðferðir og frekari skoðanir með tilliti til erfðaþátta. Eftirspurnin eftir gjafaeggjum og -sæði sé ætíð meiri en framboðið og breytingarnar nú komi vonandi til með að svara þörfinni betur. Þá sé sæði íslensku gjafanna helst hugsað fyrir fjölskyldur erlendis. „Núna viljum við kannski hjálpa til að gefa svolítið til baka, þannig að við getum þegið sæði erlendis frá en íslenskir karlmenn geta líka gefið að mestu leyti kannski út, á sama hátt og konurnar.“ Tæknifrjóvgun með gjafakynfrumum hefur lengi tíðkast á Íslandi.Vísir/getty Samfélagið á Íslandi er lítið og reynt er eftir fremsta megni að gæta þess að fjölbreytni í bankanum verði eins mikil og unnt er. Þannig má sæðisgjafi að hámarki gefa sæði til tveggja fjölskyldna á Íslandi samkvæmt lögum og einnig verður fylgst með skyldleika. „Á milli gjafa og þega, þá er þetta nafnlaust þannig að það er þá í okkar verkahring að sjá til þess að það sé ekki einhver skyldleiki til staðar,“ segir Snorri. Í þessu samhengi mælir Livio einnig með því að sæðisgjafar séu opnir um málið við sína nánustu. Sæðisgjafar þurfa að vera 23 ára eða eldri, og yngri en 45 ára. Á milli fimm til tíu prósent gjafa eru samþykktir og fá þeir greiddar sjö þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf. Konur fá hins vegar 150 þúsund krónur fyrir hverja samþykkta gjöf en munurinn stafar af því að eggjagjöf, sem felur í sér hormónameðferð og litla aðgerð, er töluvert flóknara ferli en sæðisgjöf. Áhugasamir sæðisgjafar geta fyllt út umsókn á vef Livio, þar sem einnig er að finna helstu upplýsingar um ferlið.
Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mikilvægt að losa sig við skömmina sem fylgir ófrjósemi Björn Gunnar Rafnsson var 29 ára gamall þegar hann komst að því að hann ætti við ófrjósemisvandamál að stríða. Hann segir að ófrjósemisvandi karla sé allt of mikið feimnismál. 13. nóvember 2019 11:30 "Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli landans fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og fjallaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. 14. ágúst 2019 10:33 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Mikilvægt að losa sig við skömmina sem fylgir ófrjósemi Björn Gunnar Rafnsson var 29 ára gamall þegar hann komst að því að hann ætti við ófrjósemisvandamál að stríða. Hann segir að ófrjósemisvandi karla sé allt of mikið feimnismál. 13. nóvember 2019 11:30
"Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00
Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli landans fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og fjallaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. 14. ágúst 2019 10:33