Þyrlan mátti ekki fara á loft í þoku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 10:24 Kobe og Gianna Bryant á leik með Lakers á síðasta ári. Vísir/Getty Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, með þeim afleiðingum að öll létust, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður. Fyrirtækið, Island Express Helicopters, hafði einungis leyfi til að fljúga þyrlum sínum ef flugmaður gæti séð umhverfi sitt skýrt. Flugmaðurinn hafði opinberlega leyfi til þyrluflugs en þurfti, vegna lélegs skyggnis, að reiða sig á leiðbeiningar í stjórnklefa þyrlunnar. Hann er ekki talinn hafa haft mikla reynslu af slíku flugi, sökum þess að fyrirtækið mátti aðeins fljúga í góðu skyggni. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar. Bryant var á leið á körfuboltaleik með dóttur sinni. Í þyrlunni voru einnig liðsfélagar hennar og foreldrar þeirra, auk flugmannsins. Í gær spilaði lið Los Angeles Lakers, liðið sem Bryant lék með í NBA-deildinni í 20 ár, sinn fyrsta leik eftir andlát hans. Leikurinn var gegn Portland Trail Blazers sem að endingu sigruðu 127-119. Fyrir leik létu leikmenn Lakers virðingu sína í ljós með því að hita upp í treyjum númer 24 eða 8. Það eru númer sem Bryant bar á bakinu á ferli sínum með Lakers. Þá flutti LeBron James, leikmaður Lakers og vinur Bryant, ræðu þar sem hann sagðist vilja halda arfleið vinar síns lifandi eins lengi og hann mögulega gæti. „Það er það sem Kobe Bryant myndi vilja.“ "Tonight we celebrate the kid that came here at 18, retired at 38 and became probably the best dad we've seen over the last three years.” pic.twitter.com/0sS7e91cuz— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 1, 2020 Andlát Kobe Bryant Körfubolti Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Fyrirtækið sem á þyrluna sem hrapaði með körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, Giönnu dóttur hans og sjö önnur innanborðs, með þeim afleiðingum að öll létust, hafði ekki leyfi til að fljúga í jafn lélegu skyggni og var þegar þyrlan fór niður. Fyrirtækið, Island Express Helicopters, hafði einungis leyfi til að fljúga þyrlum sínum ef flugmaður gæti séð umhverfi sitt skýrt. Flugmaðurinn hafði opinberlega leyfi til þyrluflugs en þurfti, vegna lélegs skyggnis, að reiða sig á leiðbeiningar í stjórnklefa þyrlunnar. Hann er ekki talinn hafa haft mikla reynslu af slíku flugi, sökum þess að fyrirtækið mátti aðeins fljúga í góðu skyggni. Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar. Bryant var á leið á körfuboltaleik með dóttur sinni. Í þyrlunni voru einnig liðsfélagar hennar og foreldrar þeirra, auk flugmannsins. Í gær spilaði lið Los Angeles Lakers, liðið sem Bryant lék með í NBA-deildinni í 20 ár, sinn fyrsta leik eftir andlát hans. Leikurinn var gegn Portland Trail Blazers sem að endingu sigruðu 127-119. Fyrir leik létu leikmenn Lakers virðingu sína í ljós með því að hita upp í treyjum númer 24 eða 8. Það eru númer sem Bryant bar á bakinu á ferli sínum með Lakers. Þá flutti LeBron James, leikmaður Lakers og vinur Bryant, ræðu þar sem hann sagðist vilja halda arfleið vinar síns lifandi eins lengi og hann mögulega gæti. „Það er það sem Kobe Bryant myndi vilja.“ "Tonight we celebrate the kid that came here at 18, retired at 38 and became probably the best dad we've seen over the last three years.” pic.twitter.com/0sS7e91cuz— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 1, 2020
Andlát Kobe Bryant Körfubolti Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26
NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00
Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum. 27. janúar 2020 13:30
Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30