Óþjálfað verkafólk fær ekki landvistarleyfi á Bretlandi eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 20:16 Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, ræddi um breytingar á innflytjendalöggjöf í fjölmiðlum í dag. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“. Bretland Brexit Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“.
Bretland Brexit Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira