Gylfi einn gegn vaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 16:46 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56