Ökufantarnir eru sextán og sautján ára, grunaðir um hnupl og reyndu að flýja vettvang Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 10:16 Drengirnir voru handteknir í grennd við húsnæði Matvælastofnunar á Selfossi. Vísir/Egill Þrír drengir, sem lögregla á Suðurlandi handtók á Selfossi í gær eftir ofsaakstur á stolinni bifreið, eru sextán og sautján ára. Auk umferðarlagabrota eru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi á veitingastað á Hvolsvelli, auk þess sem þeir reyndu að flýja lögreglu er þeir voru stöðvaðir á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir á Selfossi að lokinni eftirför lögreglu eftir Suðurlandsvegi. Þeir væru grunaðir um að hafa verið á stolinni bifreið, ekki sinnt stöðvunarmerkjum og keyrt á 140 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest lét. Lögregla greinir nú frá því að umræddir einstaklingar hafi verið þrír drengir, fæddir 2003 og 2004. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið á Rangárvöllum í gær og ekið á Hvolsvöll þar sem þeir eru grunaðir um að hafa hnuplað áfengi af veitingastað. Hugðust forða sér á hlaupum Þá hafi þeir ekki virt stöðvunarmerki lögreglu þegar til stóð að hafa afskipti af þeim og ekið sem leið lá vestur eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi. Þar var akstur þeirra stöðvaður með naglamottu sem lögð var yfir veginn. „Miklar ráðstafanir voru gerðar á meðan á þessu stóð og var klippubíll frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkrabifreiðar frá HSU í viðbragðsstöðu við akstursleið drengjanna ef slys yrðu á fólki en töluverð umferð var um Suðurlandsveg á þessum tíma,“ segir í tilkynningu. Engan sakaði, hvorki drengina né vegfarendur sem urðu á vegi þeirra. Dekk á bíl drengjanna urðu loks loftlaus sökum naglamottunnar skömmu eftir að honum var beygt inn á götuna Langholt á Selfossi, og þaðan inn á lóð Matvælastofnunar. Þeir voru handteknir er þeir hugðust forða sér á hlaupum af vettvangi. Drengirnir voru vistaðir á viðeigandi stofnun að lokinni töku blóðsýnis úr ökumanni og öflun upplýsinga. Þá segir í tilkynningu lögreglu að síðustu tvo daga hafi 34 ökumenn til viðbótar verið kærðir fyrir að aka of hratt á Suðurlandi. Þrír þeirra mældust á 146, 148 og 150 kílómetra hraða en aðrir á bilinu 110 til 135 kílómetra hraða. Flestir ökumannanna, eða 24, voru á ferðinni í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum. Árborg Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þrír drengir, sem lögregla á Suðurlandi handtók á Selfossi í gær eftir ofsaakstur á stolinni bifreið, eru sextán og sautján ára. Auk umferðarlagabrota eru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi á veitingastað á Hvolsvelli, auk þess sem þeir reyndu að flýja lögreglu er þeir voru stöðvaðir á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir á Selfossi að lokinni eftirför lögreglu eftir Suðurlandsvegi. Þeir væru grunaðir um að hafa verið á stolinni bifreið, ekki sinnt stöðvunarmerkjum og keyrt á 140 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest lét. Lögregla greinir nú frá því að umræddir einstaklingar hafi verið þrír drengir, fæddir 2003 og 2004. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið á Rangárvöllum í gær og ekið á Hvolsvöll þar sem þeir eru grunaðir um að hafa hnuplað áfengi af veitingastað. Hugðust forða sér á hlaupum Þá hafi þeir ekki virt stöðvunarmerki lögreglu þegar til stóð að hafa afskipti af þeim og ekið sem leið lá vestur eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi. Þar var akstur þeirra stöðvaður með naglamottu sem lögð var yfir veginn. „Miklar ráðstafanir voru gerðar á meðan á þessu stóð og var klippubíll frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkrabifreiðar frá HSU í viðbragðsstöðu við akstursleið drengjanna ef slys yrðu á fólki en töluverð umferð var um Suðurlandsveg á þessum tíma,“ segir í tilkynningu. Engan sakaði, hvorki drengina né vegfarendur sem urðu á vegi þeirra. Dekk á bíl drengjanna urðu loks loftlaus sökum naglamottunnar skömmu eftir að honum var beygt inn á götuna Langholt á Selfossi, og þaðan inn á lóð Matvælastofnunar. Þeir voru handteknir er þeir hugðust forða sér á hlaupum af vettvangi. Drengirnir voru vistaðir á viðeigandi stofnun að lokinni töku blóðsýnis úr ökumanni og öflun upplýsinga. Þá segir í tilkynningu lögreglu að síðustu tvo daga hafi 34 ökumenn til viðbótar verið kærðir fyrir að aka of hratt á Suðurlandi. Þrír þeirra mældust á 146, 148 og 150 kílómetra hraða en aðrir á bilinu 110 til 135 kílómetra hraða. Flestir ökumannanna, eða 24, voru á ferðinni í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum.
Árborg Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29