Körfubolti

Thelma Dís valin íþróttamaður vikunnar eftir skotsýninguna um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thelma Dís Ágústsdóttir í leik með Ball Stata háskólaliðinu.
Thelma Dís Ágústsdóttir í leik með Ball Stata háskólaliðinu. Getty/Scott W. Grau

Íslenska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir var valin íþróttamaður vikunnar í Ball State skólanum.

Thelma Dís átti frábæran leik um helgina og setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í sigri Ball State á Buffalo. Hún var einnig með 7 fráköst og 2 stoðsendingar í leiknum.

Thelma hafði mest áður skorað 23 stig í einum leik í bandaríska háskólaboltanum. Keflvíkingurinn öflugi hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í sigrinum á Buffalo.

Thelma var með 17 stig að meðaltali og 68 prósent skotnýtingu í leikjum vikunnar.

Þetta er í annað skiptið á þessu tímabili sem Thelma er íþróttamaður vikunnar í skólanum sínum en hún fékk einnig þessi verðlaun í fyrstu viku ársins. Aðeins einu sinn til viðbótar hefur körfuboltakona verið íþróttamaður vikunnar í Ball State á þessum vetri.

Ball State University er rúmlega 22 þúsund nemanda skóli í bænum Muncie í Indiana fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×