Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 08:30 Steven Gerrard og Raheem Sterling voru í stóru hlutverki hjá Liverpool keppnistímabilið 2013 til 2014. Samsett/Getty Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. Eins og er hefur Knattspyrnusamband Evrópu dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni auk þess að sekta félagið um 25 milljónir punda. Samkvæmt öllu eðlilegu þá ætti enska úrvalsdeildin einnig að sekta Manchester City fyrir svona stórtæk brot standi dómur UEFA. Manchester City vann Englandsmeistaratitilinn 2014 með því að fá tveimur fleiri stig en Liverpool eftir æsispennandi lokasprett þar sem Liverpool menn köstuðu frá sér titlinum. Nú gætu þessir sömu Liverpool menn verið að fá titilinn á silfurfati. Það er fróðlegt að sjá hvaða leikmenn gætu fengið óvænt verðlaunapening sem Englandsmeistari. Steven Gerrard kemur náttúrulega fyrstur upp í hugann enda lék hann í sautján ár með Liverpool án þess að vinna Englandsmeistaratitilinn en vann nánast allt annað með félaginu. Annar leikmaður í athyglisverði stöðu er Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling sem á þessum tíma var leikmaður Liverpool. Raheem Sterling er því eini leikmaður City sem gæti grætt á þessu því hann myndi bæta við Englandsmeistaratitli og ætti því þrjá. Hann fór einmitt frá Liverpool, að eigin sögn, til að vinna titla. Luis Suarez gæti líka fengið Englandsmeistaratitil falli slíkur dómur en eini titill hans með Liverpool var þegar liðið vann enska deildabikarinn 2012. Hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Liverpool tímabilið 2013-14.Markvörður: Simon MignoletVarnarmenn: Martin Skrtel, Glen Johnson, Jon Flanagan, Daniel Agger, Mamadou Sakho, Kolo Toure, Aly Cissokho, Jose Enrique.Miðjumennn: Jordan Henderson, Steven Gerrard, Philippe Coutinho, Raheem Sterling, Lucas, Joe Allen, Victor Moses.Framherjar: Luis Suarez, Daniel Sturridge, Iago Aspas. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. Eins og er hefur Knattspyrnusamband Evrópu dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni auk þess að sekta félagið um 25 milljónir punda. Samkvæmt öllu eðlilegu þá ætti enska úrvalsdeildin einnig að sekta Manchester City fyrir svona stórtæk brot standi dómur UEFA. Manchester City vann Englandsmeistaratitilinn 2014 með því að fá tveimur fleiri stig en Liverpool eftir æsispennandi lokasprett þar sem Liverpool menn köstuðu frá sér titlinum. Nú gætu þessir sömu Liverpool menn verið að fá titilinn á silfurfati. Það er fróðlegt að sjá hvaða leikmenn gætu fengið óvænt verðlaunapening sem Englandsmeistari. Steven Gerrard kemur náttúrulega fyrstur upp í hugann enda lék hann í sautján ár með Liverpool án þess að vinna Englandsmeistaratitilinn en vann nánast allt annað með félaginu. Annar leikmaður í athyglisverði stöðu er Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling sem á þessum tíma var leikmaður Liverpool. Raheem Sterling er því eini leikmaður City sem gæti grætt á þessu því hann myndi bæta við Englandsmeistaratitli og ætti því þrjá. Hann fór einmitt frá Liverpool, að eigin sögn, til að vinna titla. Luis Suarez gæti líka fengið Englandsmeistaratitil falli slíkur dómur en eini titill hans með Liverpool var þegar liðið vann enska deildabikarinn 2012. Hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Liverpool tímabilið 2013-14.Markvörður: Simon MignoletVarnarmenn: Martin Skrtel, Glen Johnson, Jon Flanagan, Daniel Agger, Mamadou Sakho, Kolo Toure, Aly Cissokho, Jose Enrique.Miðjumennn: Jordan Henderson, Steven Gerrard, Philippe Coutinho, Raheem Sterling, Lucas, Joe Allen, Victor Moses.Framherjar: Luis Suarez, Daniel Sturridge, Iago Aspas.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn