Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 09:57 Flack á leið í dómsal á desember á síðasta ári. Vísir/Getty Lewis Burton, tenniskappi og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar. Þetta kemur fram í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu hans. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. Lögmaður fjölskyldunnar segir Flack hafa framið sjálfsvíg en að sögn aðstandenda hafði hún átt mjög erfitt undanfarna mánuði. Caroline Flack og Lewis Burton í október á síðasta ári.Vísir/Getty Á síðasta ári var hún ákærð fyrir að ráðast á kærasta sinn og átti málið að vera tekið fyrir núna í mars. Kærasti hennar var mótfallinn því að hún yrði ákærð fyrir líkamsárásina en þau máttu ekki vera í samskiptum fram að málsmeðferð.Sjá einnig: Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breskir slúðurmiðlar hafa verið harðlega gagnrýndir eftir að greint var frá andláti Flack. Þeir höfðu fjallað mikið um einkalíf hennar og téða líkamsárás. Til að mynda eyddi slúðurmiðillinn The Sun grein sem birt var á föstudag þar sem gert var grín að líkamsárásinni. Í greininni mátti sjá Valentínusarkort með mynd af Flack þar sem stóð: „Ég mun fokking lampa þig“ - sem var tilvísun í líkamsárásina. Á aðfangadag sagði Flack athyglina og slúðursögurnar vera yfirþyrmandi og þykir líklegt að hún hafi verið að vísa í fyrrnefnda ákæru. Hún birti langa færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki ætla að láta þagga niður í sér og hún myndi segja sína sögu einn daginn. Henni hafði verið ráðlagt að forðast samfélagsmiðla og ætlaði að taka sér tíma til þess að vinna í eigin vellíðan. „Ég ætla að taka mér smá hlé til þess að líða betur og draga lærdóm af þeim aðstæðum sem ég hef komið mér í sjálf. Ég hef ekkert nema ást til þess að gefa og óska ykkur öllum alls hins besta,“ skrifaði Flack. View this post on Instagram Been advised not to go on social media ... but I wanted to say happy Christmas to everyone who has been so incredibly kind to me this year..... this kind of scrutiny and speculation is a lot to take on for one person to take on their own... I’m a human being at the end of the day and I’m not going to be silenced when I have a story to tell and a life to keep going with .... I’m taking some time out to get feeling better and learn some lessons from situations I’ve got myself into to.I have nothing but love to give and best wishes for everyone A post shared by Caroline (@carolineflack) on Dec 24, 2019 at 12:17pm PST Flack hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW!, X Factor og nú síðast í hinum geysivinsælu Love Island. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Caroline Flack hafði verið áberandi í bresku pressunni undanfarin ár.Vísir/Getty „Við áttum eitthvað einstakt“ Lewis Burton birti í morgun hjartnæma færslu þar sem hann minnist Flack. Þar segir hann hjarta sitt brotið og þau hafi átt eitthvað einstakt saman. „Ég er eiginlega orðlaus. Ég er að upplifa svo mikinn sársauka. Ég sakna þín svo mikið. Ég veit að þú varst örugg með mér. Þú sagðir alltaf að ég hugsaði ekki um neitt annað þegar ég væri með þér og ég mátti ekki vera með þér núna, ég hélt áfram að biðja og biðja,“ skrifar Burton á Instagram. View this post on Instagram My heart is broken we had something so special. I am so lost for words I am in so much pain I miss you so much I know you felt safe with me you always said I don’t think about anything else when I am with you and I was not allowed to be there this time I kept asking and asking. I will be your voice baby I promise I will ask all the questions you wanted and I will get all the answers nothing will bring you back but I will try make you proud everyday. I love you with all my heart A post shared by Lewis Burton (@mrlewisburton) on Feb 15, 2020 at 11:42pm PST Líkt og fyrr sagði máttu þau ekki eiga í samskiptum þar til málið yrði tekið fyrir dómstólum. Sú ákvörðun lagðist þungt á þau bæði enda mótfallin ákærunni. Málið varð þó til þess að Flack missti starf sitt sem þáttastýra Love Island. „Ég verð röddin þín elskan. Ég lofa að ég mun spyrja allra spurninganna sem þú vildir og ég mun fá svörin sem þú vildir. Það er ekkert sem ég get gert til að endurheimta þig en ég mun reyna að gera þig stolta alla daga.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Lewis Burton, tenniskappi og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar. Þetta kemur fram í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu hans. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. Lögmaður fjölskyldunnar segir Flack hafa framið sjálfsvíg en að sögn aðstandenda hafði hún átt mjög erfitt undanfarna mánuði. Caroline Flack og Lewis Burton í október á síðasta ári.Vísir/Getty Á síðasta ári var hún ákærð fyrir að ráðast á kærasta sinn og átti málið að vera tekið fyrir núna í mars. Kærasti hennar var mótfallinn því að hún yrði ákærð fyrir líkamsárásina en þau máttu ekki vera í samskiptum fram að málsmeðferð.Sjá einnig: Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breskir slúðurmiðlar hafa verið harðlega gagnrýndir eftir að greint var frá andláti Flack. Þeir höfðu fjallað mikið um einkalíf hennar og téða líkamsárás. Til að mynda eyddi slúðurmiðillinn The Sun grein sem birt var á föstudag þar sem gert var grín að líkamsárásinni. Í greininni mátti sjá Valentínusarkort með mynd af Flack þar sem stóð: „Ég mun fokking lampa þig“ - sem var tilvísun í líkamsárásina. Á aðfangadag sagði Flack athyglina og slúðursögurnar vera yfirþyrmandi og þykir líklegt að hún hafi verið að vísa í fyrrnefnda ákæru. Hún birti langa færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki ætla að láta þagga niður í sér og hún myndi segja sína sögu einn daginn. Henni hafði verið ráðlagt að forðast samfélagsmiðla og ætlaði að taka sér tíma til þess að vinna í eigin vellíðan. „Ég ætla að taka mér smá hlé til þess að líða betur og draga lærdóm af þeim aðstæðum sem ég hef komið mér í sjálf. Ég hef ekkert nema ást til þess að gefa og óska ykkur öllum alls hins besta,“ skrifaði Flack. View this post on Instagram Been advised not to go on social media ... but I wanted to say happy Christmas to everyone who has been so incredibly kind to me this year..... this kind of scrutiny and speculation is a lot to take on for one person to take on their own... I’m a human being at the end of the day and I’m not going to be silenced when I have a story to tell and a life to keep going with .... I’m taking some time out to get feeling better and learn some lessons from situations I’ve got myself into to.I have nothing but love to give and best wishes for everyone A post shared by Caroline (@carolineflack) on Dec 24, 2019 at 12:17pm PST Flack hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW!, X Factor og nú síðast í hinum geysivinsælu Love Island. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Caroline Flack hafði verið áberandi í bresku pressunni undanfarin ár.Vísir/Getty „Við áttum eitthvað einstakt“ Lewis Burton birti í morgun hjartnæma færslu þar sem hann minnist Flack. Þar segir hann hjarta sitt brotið og þau hafi átt eitthvað einstakt saman. „Ég er eiginlega orðlaus. Ég er að upplifa svo mikinn sársauka. Ég sakna þín svo mikið. Ég veit að þú varst örugg með mér. Þú sagðir alltaf að ég hugsaði ekki um neitt annað þegar ég væri með þér og ég mátti ekki vera með þér núna, ég hélt áfram að biðja og biðja,“ skrifar Burton á Instagram. View this post on Instagram My heart is broken we had something so special. I am so lost for words I am in so much pain I miss you so much I know you felt safe with me you always said I don’t think about anything else when I am with you and I was not allowed to be there this time I kept asking and asking. I will be your voice baby I promise I will ask all the questions you wanted and I will get all the answers nothing will bring you back but I will try make you proud everyday. I love you with all my heart A post shared by Lewis Burton (@mrlewisburton) on Feb 15, 2020 at 11:42pm PST Líkt og fyrr sagði máttu þau ekki eiga í samskiptum þar til málið yrði tekið fyrir dómstólum. Sú ákvörðun lagðist þungt á þau bæði enda mótfallin ákærunni. Málið varð þó til þess að Flack missti starf sitt sem þáttastýra Love Island. „Ég verð röddin þín elskan. Ég lofa að ég mun spyrja allra spurninganna sem þú vildir og ég mun fá svörin sem þú vildir. Það er ekkert sem ég get gert til að endurheimta þig en ég mun reyna að gera þig stolta alla daga.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent