„Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 08:09 Skjáskot úr umdeildu auglýsingunni. Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála. Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála.
Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira