Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2020 20:00 Svona skiptust atkvæðin í New Hampshire. Vísir/Hafsteinn Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira