Álinu kálað Tómas Guðbjartsson skrifar 12. febrúar 2020 16:30 Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun