Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2020 10:14 Annegret Kramp-Karrenbauer hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra Þýskalands síðustu misserin. Getty Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara líkt og til stóð, þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári. Frá þessu greindi Kramp-Karrenbauer í morgun. Hún tók við embætti formanns CDU árið 2018, um svipað leyti og Merkel greindi frá því að hún myndi sjálf stíga til hliðar sem kanslari árið 2021. Þýskir fjölmiðlar segja Kramp-Karrenbauer óvænt hafa greint flokksstjórn frá ákvörðun sinni í morgun. Sagðist hún vera á því að sama manneskja eigi stýra flokknum og gegna embætti kanslara og hafi hún því ákveðið að láta einnig af embætti formanns CDU. Nýr formaður í sumar Kramp-Karrenbauer kveðst munu haga málum þannig að nýr leiðtogi flokksins verði valinn í sumar og muni hún þá sjálf láta af embætti formanns. Heimildir DW herma að Merkel vilji að Kramp-Karrenbauer muni þó áfram gegna embætti varnarmálaráðherra. Annegret Kramp-Karrenbauer hefur verið einn nánasti bandamaður Angelu Merkel kanslara síðustu ár.Getty Kramp-Karrenbauer var sá innan CDU sem Merkel sá fyrir sér sem arftaki sinn og náði Merkel því í gegn að Kramp-Karrenbauer yrði formaður flokksins í formannskjöri árið 2018. Kramp-Karrenbauer hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar í formannstíð sinni, þar sem hún hefur þurft að glíma við ýmis hneykslismál. Deilur í Þýringalandi Í síðustu viku vakti það mikla hneykslan þegar CDU og þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sameinuðust í stuðningi við fulltrúa FDP sem næsta forsætisráðherra Þýringalands (þ. Thüringen). Þýskir flokkar hafa til þessa sniðgengið og hafnað samstarfi við AfD vegna stefnu þeirra meðal annars í innflytjendamálum og rótum flokksins í hreyfingum nýnasista. Beindu margir spjótum sínum að Kramp-Karrenbauer og hvernig hún tókst á við málið, þar sem henni mistókst að sameina flokkinn að baki sér. Voru margir sem hunsuðu kröfur hennar um að boðað yrði til nýrra kosninga í Þýringalandi. Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara líkt og til stóð, þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári. Frá þessu greindi Kramp-Karrenbauer í morgun. Hún tók við embætti formanns CDU árið 2018, um svipað leyti og Merkel greindi frá því að hún myndi sjálf stíga til hliðar sem kanslari árið 2021. Þýskir fjölmiðlar segja Kramp-Karrenbauer óvænt hafa greint flokksstjórn frá ákvörðun sinni í morgun. Sagðist hún vera á því að sama manneskja eigi stýra flokknum og gegna embætti kanslara og hafi hún því ákveðið að láta einnig af embætti formanns CDU. Nýr formaður í sumar Kramp-Karrenbauer kveðst munu haga málum þannig að nýr leiðtogi flokksins verði valinn í sumar og muni hún þá sjálf láta af embætti formanns. Heimildir DW herma að Merkel vilji að Kramp-Karrenbauer muni þó áfram gegna embætti varnarmálaráðherra. Annegret Kramp-Karrenbauer hefur verið einn nánasti bandamaður Angelu Merkel kanslara síðustu ár.Getty Kramp-Karrenbauer var sá innan CDU sem Merkel sá fyrir sér sem arftaki sinn og náði Merkel því í gegn að Kramp-Karrenbauer yrði formaður flokksins í formannskjöri árið 2018. Kramp-Karrenbauer hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar í formannstíð sinni, þar sem hún hefur þurft að glíma við ýmis hneykslismál. Deilur í Þýringalandi Í síðustu viku vakti það mikla hneykslan þegar CDU og þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sameinuðust í stuðningi við fulltrúa FDP sem næsta forsætisráðherra Þýringalands (þ. Thüringen). Þýskir flokkar hafa til þessa sniðgengið og hafnað samstarfi við AfD vegna stefnu þeirra meðal annars í innflytjendamálum og rótum flokksins í hreyfingum nýnasista. Beindu margir spjótum sínum að Kramp-Karrenbauer og hvernig hún tókst á við málið, þar sem henni mistókst að sameina flokkinn að baki sér. Voru margir sem hunsuðu kröfur hennar um að boðað yrði til nýrra kosninga í Þýringalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56
Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00