Appelsínugul veðurviðvörun á Suðurlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 15:13 Það er spáð rysjóttu veðri síðdegis og til laugardagsmorguns með tilheyrandi viðvörunum víða um land. veðurstofa íslands Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 í kvöld og gildir til miðnættis. „Austan stormur eða rok, 23-28 m/s og vindhviður allt að 40 m/s. Fyrst austan til á svæðinu, einkum undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum en einnig með suðurströndinni seinna í kvöld. Stórhríð og skafrenningur. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi,“ segir á vef Veðurstofunnar um viðvörunina. Frá því klukkan eitt í dag hefur gul viðvörun verið í gildi á Suðurlandi. Gul viðvörun tekur aftur gildi á miðnætti þegar sú appelsínugula fellur úr gildi og gildir til klukkan sex annað kvöld. Þá eru nú þegar einnig gular viðvaranir í gildi fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið. Gul viðvörun virkjast svo á Suðausturlandi klukkan sjö í kvöld og á miðnætti virkjast gul viðvörun fyrir miðhálendið. Austan hvassviðri geisar á landinu, víða 15 til 23 metrar á á sekúndu seinni partinn en þó er hægara og úrkomuminna fyrir norðan. Óveðrið spillir færð en Suðurstrandavegur er lokaður eins og er. Óvissustig er á Reykjanesbraut en til lokunar gæti komið með skömmum fyrirvara. Hið sama gildir um Hellisheiði og Grindavíkurveg. Vegfarendur ættu því að fylgjast vel með færð á vegum og fara að öllu með gát. Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 í kvöld og gildir til miðnættis. „Austan stormur eða rok, 23-28 m/s og vindhviður allt að 40 m/s. Fyrst austan til á svæðinu, einkum undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum en einnig með suðurströndinni seinna í kvöld. Stórhríð og skafrenningur. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi,“ segir á vef Veðurstofunnar um viðvörunina. Frá því klukkan eitt í dag hefur gul viðvörun verið í gildi á Suðurlandi. Gul viðvörun tekur aftur gildi á miðnætti þegar sú appelsínugula fellur úr gildi og gildir til klukkan sex annað kvöld. Þá eru nú þegar einnig gular viðvaranir í gildi fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið. Gul viðvörun virkjast svo á Suðausturlandi klukkan sjö í kvöld og á miðnætti virkjast gul viðvörun fyrir miðhálendið. Austan hvassviðri geisar á landinu, víða 15 til 23 metrar á á sekúndu seinni partinn en þó er hægara og úrkomuminna fyrir norðan. Óveðrið spillir færð en Suðurstrandavegur er lokaður eins og er. Óvissustig er á Reykjanesbraut en til lokunar gæti komið með skömmum fyrirvara. Hið sama gildir um Hellisheiði og Grindavíkurveg. Vegfarendur ættu því að fylgjast vel með færð á vegum og fara að öllu með gát.
Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira